Ísland með 3 medalíur í field bogfimi á Evrópuleikum Öldunga.

4 keppendur frá Íslandi kepptu í field bogfimi á European Master Games (Evrópuleikum öldunga) í dag og tóku 3 medalíur heim.


Astrid Daxböck fékk silfurverðlaun í trissuboga 30+, Gummi Guðjónsson fékk bronsverðlaun í sveigboga 30+ og Birna Magnúsdóttir fékk Gullverðlaun í berboga 50+. Ólafur Gíslason var ekki langt frá verðlaunum í 30+ trissuboga en hann tapaði loka riðla keppninni um að komast í undanúrslit 70-74.

Þau eru öll 4 í BF Boganum í Kópavogi.

Astrid var mjög ánægð með mótið og mun mjög líklega gera meira af field bogfimi í framtíðinni (enda var hún með hæsta skorið af íslenska hópnum).

Óli var merkilega hissa hvað honum gekk vel, hann gerði ráð fyrir algeri hörmung á fyrsta field móti en hann var bara 4 stigum frá því að komast í undanúrslit þrátt fyrir að vera að keppa í fyrsta sinn með trissuboga, í fyrsta sinn á field móti og hafði æft field í 1 klst áður en hann fór á mótið.

Gummi lifði af …. naumlega, þrátt fyrir að gubba úr þreytu og sólsting í undankeppninni. Hann er ekki líklegur til að keppa á field móti aftur, eða ef hann gerir það aftur verður það SÍÐASTA mótið hans á ævinni!

Birna fannst mótið mjög skemmtilegt en hefði viljað ganga betur í skori. En þetta var persónulegt besta skor þar sem Birna hefur aldrei keppt í field áður.

Heimssambandið fjallaði eitthvað um þátttöku Íslands á mótinu í þessari grein https://worldarchery.org/news/172963/field-qualification-results-2019-european-masters-games-begins-torino

Einnig birtist flott mynd af Astrid í greininni og á fleiri stöðum hjá heimssambandinu (facebook, instagram, etc)

Mark bogfimin verður á laugardaginn og sunnudaginn (æfing á föstudag) hægt verður að fylgjast með úrslitum hér. http://www.ianseo.net/Details.php?toId=4812

Um field bogfimi á Íslandi

Þetta er eitt af fyrstu mótunum sem Ísland hefur tekið þátt í field bogfimi þar sem hún er ekki stunduð að staðaldri á Íslandi.

Kristmann Einarsson var frumkvöðullinn fyrir Ísland á sínum tíma í Field bogfimi og keppti á nokkrum alþjóðlegum mótum í trissuboga. Og Ólafur Ingi Brandsson tók þátt í field bogfimi í fyrra á Heimsmeistaramóti öldunga í Berboga.

Þetta mót er í fyrsta skipti sem Ísland keppir í sveigboga en Gummi Guðjónsson keppir í sveigboga á mótinu. Einnig er þetta í fyrsta skipti sem konur keppa í Field bogfimi alþjóðlega en þar eru Astrid Daxböck í trissuboga og Birna Magnusdóttir í berboga.

Upplýsingar um hvernig field mót virka. Fyrir þá sem hafa áhuga.

Field bogfimi á þessu móti fór fram þannig að skotið er á 24 skotmörk í undankeppni.

12 skotmörk á þekktum vegalengdum frá 5 metrum allt upp í 60 metra en fjarlægðirnar eru mismunandi eftir aldursflokkum og bogaflokkum. Styttri vegalengdir fyrir yngri flokka og langboga, instinctive og berboga flokka.

12 skotmörk á óþekktum vegalengdum þar eru vegalengdirnar ögn styttri en á merktu vegalengdum fyrir hvern flokk fyrir sig.

Öll targetin voru í bland þannig að maður gæti verið að skjóta á merkta vegalengd á skotmarki 7 og svo ómerkta á 8 og 9 og svo aftur merkta lengd á skotmarki 10.

Flest targetin eru almennt upp eða niður hæð oft í töluverðum halla. Á einu skotmarki var skotið í gegnum glugga í um 35° halla niður, á einu þurfti fólk aðstoð við að standa af því að hallinn á jörðinni var svo mikill þar sem átti að standa og en annað skotmark var upp hæð og fyrir aftan skotmarkið var kirkja! Þannig að fjölbreytnin er gífurleg og erfitt að áætla hvað maður lendir í að skjóta á næst.

Til upplýsinga Á heims- og Evrópumeistaramótum er skotið á 48 skotmörk, 24 skotmörk á ómerktum vegalengdum og 24 á merktum vegalengdum í undankeppni. En þar fer undankeppnin fram yfir 2 daga og keppnin í heild sinni er rúm vika.

Guðbjörg Reynisdóttir og Astrid Daxböck munu keppa á Evrópumeistaramótin í Field bogfimi í byrjun Október.

Hægt er að finna upplýsingar um fjarlægðir fyrir hvern flokk í reglubók heimssambandsins https://worldarchery.org/rulebook/article/1360

Í Field bogfimi er alltaf skotið 3 örvum á hvert skotmark hæstu stig fyrir hverja ör eru 6 stig. Það eru engir dómarar í undankeppni skorið ákvarðast af því að íþróttamaðurinn segjir skorið á örvunum sínum ef 1 eða fleiri á skotmarkinu er sammála því er það skorið. Í útsláttarkeppni þar sem eru aðeins 2 keppendur er almennt dómari sem fylgir keppendum ef þeir eru ósammála.

Í undankeppninni byrjar 4 manna hópur af keppendum á ákveðnu skotmarki t.d. skotmarki 7, skjóta sínum 3 örvum, skora örvarnar og labba svo á skotmark 8 og gera það sama alveg þanngað til þeir koma á síðasta skotmarkið sitt (sem væri skotmark 6 í þessu tilfelli)

Á European Master Games (Evrópuleikum öldunga) er keppt í aldursflokkum allt frá 30-40 ára flokki og allt upp í 70ára+ flokki og allt þar á milli í 10 ára bilum.

Útsláttarkeppni í field bogfimi tók miklum breytingum fyrir skömmu. Nýja kerfið gefur fleiri möguleika á því að keppa á móti jafningjum sínum í skori.

Kerfið virkar þannig að 2 efstu keppendur eftir útsláttarkeppni fara beint í undanúrslit.

Keppendur 3-22 halda einnig áfram en þeim er skipt í riðla svona

Pool A Pool B Pool C Pool D
3 5 4 6
10 8 9 7
11 13 12 14
18 16 17 15
19 21 20 22

Tökum riðil A sem dæmi. 19 keppir við 18 og sá sem sigrar keppir við 11 sætið. Sá sem vinnur það keppir við 10 sætið sá sem vinnur þar keppir svo við 3 sætið þar til einn stendur eftir í hverjum riðli.

Sigurvegararnir í riðli A og B keppa svo um hvor þeirra keppir við 2 sætið sem komst beint í undanúrslit. Sama í C og D en þar keppir sigurvegarinn á móti 1 sæti í undankeppni sem komst beint í undanúrslit.

Í riðla keppninni er skotið á 6 target en í undanúrslitum og úrslitum er skotið á 4 skotmörk (eitt skotmark fyrir hverja skífustærð).

Eitt annað sem er gott fyrir þá að vita sem vilja skjóta í field bogfimi er að þeir sem skjóta fyrstir á skotmörk í undankeppni skjóta eins og AB og þeir sem skjóta seinna skjóta eins og CD. Sama hvort þeir eru merktir sem AB eða CD.

Þannig að þegar 4 40cm skífur eru á skotmarkinu skjóta þeir fyrstu á efri skífurnar og seinni á neðri skífurnar. Þegar 4 triple skífur (20cm) eru á skotmarkinu skjóta fyrstu 2 á skífu 1 og 3 og seinni tveir á skífu 2 og 4.