Innandyra heimssería verður að fjarmóti 2020

Frekar en að aflýsa World Series Indoor hefur heimssambandið tekið þá ákvörðun að færa mótaröðina yfir í fjarmótaform.

Þátttaka á fjarmótum er eitthvað sem Íslendingar ættu að þekkja vel þar sem mörg slík eru haldin á Íslandi. En þessi mótaröð verður þó eilítið öðruvísi. Skorið þarf að taka sömu helgi og mótið er.

Ekkert þátttökugjald verður á mótin. Bestu 3 skorin úr mótaröðinni verða úrslit mótaraðarinnar. Skráning fer fram í gegnum Open Wareos og skráning opnar í Nóvember. Fyrsta mótið verður haldið 21-22 Nóvember. Það verða engir aldursflokkar og allir skjóta 60 örvum á 40cm skífu á 18 metra færi.

Ef Covid leyfir þá hvetjum við félög til þess að taka þátt í þessum viðburði. Það verða ekki önnur alþjóðleg mót í boði á árinu 2020.

Hægt er að finna nánari upplýsingar á vefsíðu heimssambandsins. https://worldarchery.org/news/178657/calendar-and-rules-virtual-2021-indoor-archery-world-series-released