IceCup Nóvember 2018

Næst síðasta IceCup mót ársins var að ljúka núna.

Núna er aðeins lokamótið eftir þar sem bikarinn fyrir mestu framför verður afhenntur. Það verður haldið í Desember sjá nánar hér http://archery.is/events/icecup-2018/.

Hægt er að finna heildarúrslit af mótinu hér http://ianseo.net/Details.php?toId=4244

Nói Barkarson sló Íslandsmetið í U18 og U21 trissuboga karla með skorið 555.

Birna Magnúsdóttir sló Íslandsmetið í E50 (Masters) í Berboga kvenna á sínu fyrsta mótið. Gamla metið var 62 hún var með 198 stig.

Rakel Arnþórsdóttir sló Íslandsmetið í U21 Sveigboga kvenna með skorið 463.

Lilja Dís Kristjánsdóttir var aðeins 6 stigum frá Íslandsmetinu í U18 sveigboga kvenna.

Ég get ekki ítrekað það nóg að keppendur viti hver Íslandsmetin eru í sínum flokkum og muni að TILKYNNA íslandsmetin ef þau eru slegin á mótum.

Hægt er að finna Íslandsmetaskrá og tilkynna Íslandsmet á bogfimi.is http://bogfimi.is/islandsmetaskra-i-bogfimi/

Ewa Ploszaj stóð sig mjög vel á mótinu og var með hæsta skorið án forgjafar. Hún skoraði 565 í trissubogaflokki. (hún var einnig í 17 sæti á Evrópumeistaramótinu á þessu ári)

Ólafur Brandsson tók sér smá leik og smellti sigti á berbogann sinn og keppti í sveigbogaflokki. Ólafur er reglulegur keppandi í berbogaflokknum.

Guðjón H. Kristinsson, Erla Mary Pálsdóttir og Guðbjörg Reynisdóttir unnu gullið með forgjöf með yfirburðum.

Ásamt því voru gífurlega margir sem skoruðu vel yfir sínu meðaltali og 14 af 23 keppendum sem skoruðu hærra skor en venjulega (það er hægt að sjá það á hver margir eru með yfir 600 í skori með forgjöf).

Ísfirðingar stóðu sig vel og tóku 2 medalíur með forgjöf í sveigbogaflokki og brons í berbogaflokki.

Þáttakan var góð og mikil framför hjá okkar fólki sem er skemmtilegt að sjá.

Næstu mót sem eru framundan eru “Meistari Meistarana” sem er mót fyrir 50+ (Masters) 25. Nóvember hægt er að finna upplýsingar um það mót hér http://archery.is/events/meistari-meistaranna-50-2018/ og svo IceCup Lokamótið 2. Desember.