Hvað þarftu að vita um að keppa erlendis? Viltu fara á EM innandyra í Mars?

Oftast skrifum við ekki mikið um mót sem hægt er að fara á erlendis þar sem það er svo gífurlegt magn af mótum sem hægt er að fara á, og örugglega mörg mót í heiminum sem við vitum ekki einu sinni af hjá archery.is.

Allar upplýsingar um mót eru allar til staðar á archeryeurope.org og á worldarchery.org sem eru heimsíður evrópusambandsins og heimssambandsins og það er alltaf best fyrir þá sem eru áhugasamir að fylgjast á síðum þeirra. Þessi grein er smá kennsla fyrir þá sem hafa aldrei (eða sjaldan) farið út að keppa til að læra hvernig ferlið virkar og hvar er hægt að finna upplýsingarnar sem þarf.

Það er mikil texti hérna fyrir neðan með alskonar áhugaverðum upplýsingum sem er gott að vita, en ekki láta það trufla þig þó þetta líti út fyrir að vera löng grein og hljómi flókið, þetta er hryllilega auðvelt, ef þig langar að fara á eitthvað mót hafðu samband við bogfiminefndina um að þig langi að fara. Allt hitt reddast og við hjálpum þér með restina með glöðu geði, þú þarft ekkert að vita nema dagsettninguna á mótinu og helst að skoða mót 5 mánuðum áður en þú ætlar að fara á það, svo að það sé hægt að skrá þig á mótið og skipuleggja.

Þeir sem vilja fara á Evrópumeistarmótið innandyra geta farið að skipuleggja sig núna þar sem það kom boð (invitation) fyrir mótið um mánaðarmótin. Það eru 3 manns sem geta skráð sig í hvern flokk, Trissuboga karla og kvenna, Sveigboga karla og kvenna, semsagt eitt lið frá hverju landi í hvern flokk (það eru 3 í liði).

Mótið verður haldið 5-13 mars.

aaetlun

Skráningar fresturinn á mótið er samkvæmt skjalinu =

End of preliminary registration using WAREOS 20th December 2016
The First Entry Deadline (with 50% by payment) is on 20th December 2016 

Semsagt það þarf að vera búið að skrá keppendur á mótið og að greiða 50% af keppnisgjöldum, hótel og transport fyrir 20 des 2016, restina af upphæðinni þarf að greiðast fyrir Final entries deadline 13th February 2017.

Til að bóka hótel í gegnum mótshaldara þarf Bogfiminefndin að vera búin að klára að fylla út skjölin hér fyrir neðan fyrir 20 desember 2016. (líka gott að fylla skjölin út sjálfur og senda á bogfiminefndina það spara spurningar um hvað þú vilt 🙂

Ef þú gleymir þér og skráir þig of seint á mótið þá er hægt að skrá keppendur inn alveg til =

Final entries 13th February 2017.

En það geta verið sektir fyrir að skrá sig eftir preliminary registration dagsettninguna 20.des 2016. Oftast er ekki hægt að bóka hótel gistingu í gegnum mótshaldara eftir preliminary registration (sem að þessu sinni er 20.des 2016)

Final Entries processed after the deadline will result in a penalty fee of € 100 per athlete to be paid in cash to the LOC upon arrival at the field.
Final registrations that differ by more than 4 athletes from the preliminary registration or have been submitted after the preliminary deadline will result in a penalty fee of € 100 to be paid in cash to the LOC upon arrival at the field.

Til að skrá sig á mótið þarftu að hafa samband við bogfiminefnd ÍSÍ (bráðum bogfimisamband) og tilkynna að þú hafir áhuga á að fara á mótið. Best er að senda á annað hvort margret@bogfimisetrid.is formann eða gummi@bogfimisetrid.is varaformann þar sem þau sjá um skráningar skjalið í sameiningu. Þú ert þá skráður í skjalið, dagsettningin sem þú sendir beiðnina og hvaða sæti þú ert í upp á hver á fyrsta rétt til að fara.

http://www.archeryeurope.org/index.php/events/2017-wae-events/eic-vittel-2017

http://www.euro-vittel2017.com/

Boðs skjalið er hér í pdf formi  vittel2017-ip_v1-0 og hér í word skjali vittel2017-ip_v1-0 (sama skjalið bara í mismunandi týpum að skjölum)

Skráningarfresti fyrir mót á næsta ári er hægt að finna hér.

Þeir sem hafa fyrsta réttinn til að fara eru þeir sem eru hæstir á Íslandsmótinu innanhúss árið áður. Skráningarfresturinn til að nýta sér réttinn á Íslandsmótinu innandyra var 07/10/2016 semsagt 5 mánuðum áður en mótið byrjar og það á við um öll kvótamót. Ástæðan fyrir 5 mánuðunum til að nýta sér réttinn er svo að þeir sem vilja fara en fái að vita það með nægum fyrirvara að þeir fá sæti á mótið til að bóka, hótel, flug, frí úr vinnu, æfingar og svo framvegis.

Til dæmis var skráningarfresturinn til bogfiminefndarinnar á þessu móti til að nýta sér rétt af Íslandsmóti 7.okt 2016 og bogfiminefndin (og þú) þarf að vera búin að skrá og borga fyrir hótel og keppnisgjöld til keppnishaldara fyrir 20.des 2016. Þannig að ef þú varst í 4 sæti eða lægra á Íslandsmótinu færðu að vita að þú kemst á mótið 2 mánuðum áður en þarf að klára skráningu og greiðslu.

Þar sem skráningarfresturinn til að nýta sér réttinn af Íslandsmótinu innandyra 2016 er liðinn fyrir Evrópumeistarmótið innandyra og enginn er búinn að skrá sig á mótið gildir fyrstur kemur fyrstur fær reglan. Þannig að hver sem er í bogfimifélagi, er skuldlaus við sitt félag og kann keppnisreglur má fara. Það er kannski ekki alveg rétt að enginn sé búinn að skrá sig, Astrid og Gummi eru búin að skrá að þau geti farið með ef það vantar einn upp á að búa til lið, annars ætla þau ekki að fara ef það næst að fylla í lið án þeirra eða það er of fáir sem fara.

Evrópumeistarmótið innandyra er haldið að þessu sinni í Vittel í Frakklandi. 2008 var Evrópumeistarmótið innandyra haldið á sama stað þannig að þeir ættu að vita hvað þeir eru að gera 🙂

63208_emau_vittel_banner_0

Auðveldasta/ódýrasta leiðin til að komast til Vittel frá Íslandi er annað hvort að fljúga til Lúxembourg, þar sem keppnishaldararnir sækja keppendur þanngað, eða að fljúga til Frankfurt eða París sem eru ódýrari flug og taka bílaleigubíl. Hægt er að finna ódýr flug á dohop.is (síðast þegar við kíktum var hægt að fá flug til lúxembourg fyrir um 60.000.kr með einu stuttu stopi með Icelandair og air lux)

Við áætlum að heildarferðin kosti um 172.000.kr, 9 dagar, með flugi til lúxemborg, mat, hóteli, keppnisgjöldum, transport á keppnisvöll og til baka, transport frá flugvelli og til baka, semsagt allt innifalið. (verðið er miðað við per mann í 2 manna herbergi, bætið við um 300 evrum fyrir að vera í einstaklings herbergi)

Hægt er að velja um nokkur hótel sem hægt er að bóka í gegnum þá sem halda mótið, sem gerir skipulagninguna mjög auðvelda þar sem það er matur og rútur frá keppnisvellinum og til baka á hótelin innifalið í verðinu (sem er alltaf hjá mótshöldurum). Ef það er ekki bókað í gegnum móthaldara þá þarf að borga tvöföld keppnisgjöld, en í sumum keppnum getur það verið ódýrara. Við erum búin að fara yfir hótelin fyrir Evrópumeistarmótið innandyra og það er hagkvæmara að bóka í gegnum þá að þessu sinni, sérstaklega ef verið er að fara í fyrsta skipti á stórmót erlendis.

Keppnisgjöldin eru 150 evrur per keppanda og loka paríið fylgir með í því verði.

Að láta sækja sig og skila sér aftur á Luxembourg flugvöllinn er 100 evrur samtals.

hotel

Það er hægt að bóka official hótelið beint á t.d booking.com (semsagt ekki í gegnum keppnishaldara), það er töluvert ódýrara um 35.000.kr per mann í staðin fyrir um 89.000.kr per mann miðað við tveggja manna herbergi. En þá er matur ekki innifalinn, ekki transport heldur og það þarf að borga tvöfalt keppnisgjald sem er 20.000.kr í viðbót, sem þýðir 55.000.kr per mann án mögulega morgun hádegis og kvöldmatar og fluttnings.

Þannig að sirka 35.000.kr sem sparast, en ef þú eyðir svo 25.000.kr í mat á þessum 9 dögum (2.700.kr á dag) þá er sparnaðurinn orðinn frekar lítill í endann og líklega ekki þess virði að standa í veseninu fyrir þann pening. Stundum getur munurinn verið mikill og borgar sig alltaf að tékka hvort maður geti farið að keppa ódýrara. En oftast eru auðveldast og þægilegast að bóka í gegnum mótshaldarana.

Það er reyndar oftast hægt að fara í rúturnar án þess að það taki nokkur eftir því þar sem maður er á official hótelinu hvort sem er og það er almennt enginn að tékka á

Participants who will decide to book their accommodation in other hotels (non-official hotels) will have to pay a double entry fee, and
the LOC will not be responsible to provide transportation from that Hotel to the venue (transport for these teams will be provided only to
and from the airport). Also, it will not be possible to distribute any information at the non-official hotels.

Allavega þetta ætti að gefa þér góða hugmynd um allt sem hægt er að huga að þegar maður ætlar sér á mót erlendis. Við reyndum að setja inn eins mikið af upplýsingum og við gátum, sem þýðir að greinin virkar flókin og löng. Mundu bara það sem ég sagði í byrjun greinarinnar, þetta er miklu auðveldara en það lítur út fyrir að vera í greininni, ef þig langar á mót skráðu þig bara hjá bogfiminefndini, þeir hjálpa þér með restina og það er frekar lítið mál að klára bókun og slíkt. Fylgstu með mótunum á worldarchery.org/events eða á archeryeurope.org og láttu okkur vita.

P.s invitation (boð á mótið) kemur almennt út 5,5-6 mánuðum fyrir mótið hjá World archery en World archery Europe eru stundum seinir með það. Þannig að ef þú hefur áhuga á að fara á mót skráðu þig á það og ef að mótið er svo of dýrt þegar invitationið kemur og þú vilt ekki fara lengur afskráðu þig þá bara. Það er best að skrá sig snemma á mót sem maður hefur áhuga á og hætta svo við ef aðstæður breytast.

Kveðja Astrid og Gummi 😀