Hvað eru margir iðkendur í bogfimi á Íslandi og erlendis?

Markmið BFSÍ er að koma öllum sem iðka bogfimi á Íslandi undir sinn hatt og í félagakerfi ÍSÍ til þess að tölfræði fyrir ástundun íþróttagreinarinnar endurspeglist betur í iðkendatölum BFSÍ. Einnig til þess að BFSÍ þurfi ekki að meina áhugasömum keppendum því tækifæri að keppa í íþróttagreinninni eins og hefur reglubundið komið upp, þar sem að keppendur verða að vera skráðir iðkendur í íþróttafélagi sem er innan ÍSÍ og skráðir sem iðkendur í aðildarfélag BFSÍ. En þar sem íþróttin er mjög víðtæk verður það nokkuð verkefni og því þarf oft að finna óhefðbundnar lausnir til þess að koma á móts við aðstæður til þess að hámarka möguleika einstaklinga til þess að taka þátt. BFSÍ er mjög opið fyrir því að leita að slíkum lausnum svo lengi sem þær passa innan þess regluverks sem BFSÍ er skuldbundið til þess að fylgja (s.s. ÍSÍ og heimssambandinu WorldArchery)


Frá EM í víðavangsbogfimi 2019, þar sem Guðbjörg Reynisdóttir endaði í 4 sæti

Áætlað er að mun fleiri iðki bogfimi utan aðildarfélaga BFSÍ en stunda hana innan aðildarfélagana, um 800 iðkendur eru skráðir í aðildarfélög BFSÍ og áætlað um 1.500-2.000 utan aðildarfélaga BFSÍ (þá er ekki verið að taka með þá sem að stunda bogfimi sér til gamans sem telur í tugum þúsunda). Að hluta er það vegna þess að ákveðin félög sem stunda bogfimiíþróttir eru ekki aðilar að ÍSÍ og geta því ekki verið aðilar að BFSÍ. Einnig þar sem bogfimi er einstaklings íþrótt sem er hægt að iðka og stunda án andstæðings eru margir einstaklingar sem iðka íþróttina (og hafa ekki áhuga á því að keppa) sem sjá því enga ástæðu til þess að vera skráðir í aðildarfélög BFSÍ.


Frá lokakeppni Ólympíuleika 2021 þar sem Marín Aníta náði lágmarksviðmiðum fyrir Ólympíuleika

Það sem vinnur á móti BFSÍ í þeim málum er meðal annars að ÍSÍ eru mjög hópamiðuð samtök og því skylda að einstaklingar séu skráðir í íþróttafélag til þess að mega taka þátt í íþróttastarfi innan vébanda ÍSÍ. Mikið af þeim reglum stangast á við raunveruleika margra einstaklings íþrótta eins og bogfimi þar sem einstaklingar vilja oft taka þátt og keppa en ekki undir merkjum íþróttafélags. En BFSÍ þarf að fylgja þeim reglum sinna yfirsamtaka. Þetta er ekki einsdæmi á Íslandi, og reglur ÍSÍ ekki frábrugðnar reglum í flestum löndum. Sem dæmi ef við tökum Bandaríkin þá er áætlað að um 3-6 milljónir Bandaríkjamanna stundi bogfimi en aðeins eru um 200-300 þúsund skráðir í íþróttafélög innan USA Archery. Þar í landi eru einnig haldin fjölmörg bogfimimót utan vébanda USA Archery og því lítil ástæða fyrir þessa iðkendur að skrá sig í bogfimi landssambandið nema þeir ætli sér að keppa á þeirra mótum eða reyna að komast í landslið og slíkt.


Frá heimsþingi 2021. Tom Dielen framkvæmdastjóri heimssambandsins kynnir markmið sambandsins.

Það skýrir kannski betur markmið heimssambandsins WorldArchery að 10 milljón skráðir iðkendur verði í bogfimi, þegar að núverandi staða er að 460 þúsund manns eru skráðir sem iðkendur í landssamböndum með aðild að heimssambandinu. Þetta markmið er raunhæft bara með því að koma iðkendum sem eru núverandi að stunda íþróttina undir landssambönd í hverju landi fyrir sig og ætti að vera raunhæft markmið ef það næst. Annað dæmi er að í sterkustu bogfimiþjóð í heiminum Suður Kóreu eru aðeins skráðir 2.000 iðkendur, þeir 2.000 iðkendur eru atvinnumenn í íþróttinni. Þar sem meirihluti íþróttarinnar fer fram utan vébanda Kóreska bogfimisambandsins, s.s. innan grunnskóla, háskóla og slíkt, og hafa þeir ekki tölur fyrir hve margir raunverulegir iðkendur eru í íþróttinni þar í landi. En samt sem áður vann Kórea 4 af 5 gull verðlaunum á Ólympíuleikunum í Tókýó 2020 og 4 af 4 gull verðlaunum á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Kóreska sveigboga kvenna landsliðið hefur unnið ÖLL gull verðlaun á Ólymíuleikum síðan 1988 þegar liðakeppni var bætt við á Ólympíuleika, í öðrum orðum hafa þær unnið öll gull verðlaun á Ólympíuleikum síðustu 33 ár með 2.000 skráða iðkendur. Því er erfitt að bera saman iðkendatölur við möguleika á árangri þar sem bogfimi er einstaklings íþrótt munu iðkendatölur ekki sýna raun styrk þjóða.


Annar formaður BFSÍ Guðmundur Örn Guðjónsson og fyrsti formaður BFSÍ Ólafur Gíslason á Evrópuleikum Öldunga 2019. Jafntefli í bráðabana.

Þetta kemur sér einni mjög illa fyrir sérsambönd eins og BFSÍ þar sem mikið af fjármagni s.s. lottótekjum er dreift til sérsambanda byggt á iðkendatölum aðildarfélaga innan sérsambandsins. Við þekkjum ekki betri leið til að gera það og erum ekki að leggja til að það verði gert á annan veg innan ÍSÍ, en það er samt vert að viðurkenna að íþróttir eru mjög mismunandi og því erfitt að skapa regluverk sem nær yfir allar íþróttagreinar og til þess að meta öll sérsambönd jafnt. Þó væri vert að gera samanburð á frammistöðu sérsambanda í sínu starfi án þess að bera saman iðkendatölur milli mismunandi íþrótta. Það væri mögulegt að gera til dæmis með því að bera saman fjölda iðkenda í heiminum miðað við fjölda iðkenda á Íslandi og taka mið af höfðatölu þjóða. Þessar upplýsingar þó að þær væru ekki notaðar til dreifingu fjármagns myndu sína betri mynd á stöðu sérsambanda og gefa hugmynd um í hvaða íþróttum Ísland gæti sýnt sterka frammistöðu í framtíðinni í afreksstarfi. BFSÍ stæði vel þar en samkvæmt upplýsingum sem fengust frá heimssambandinu WA var BFSÍ meðal 40 stærstu þjóða innan WorldArchery óháð höfðatölu miðað við fjölda iðkenda. BFSÍ hefur ekki en fengið upplýsingar um fjölda iðkenda miðað við höfðatölu en trúlegt er að BFSÍ/Ísland sé þar í top 5 sætum.

Því mætti segja að BFSÍ standi sig mjög vel í iðkendatölum ef miðað er við önnur landssambönd í sömu íþrótt. Heimssambandið WorldArchery hefur skrifað nokkrar greinar um BFSÍ og Ísland tengt þeirri hröðu þróun og gífurlega vexti sem hefur verið í bogfimi á Íslandi, einnig er Ísland eitt af 27 löndum sem er með fullt atkvæða vægi á heimsþingum (4 atkvæði) sem byggist á virkni sambanda. Norðurlöndin óskuðu einnig á sínum tíma eftir því að Ísland héldi fyrirlestur um hvernig svona hröð þróun kom til á Íslandi sem fór úr 10 iðkendum árið 2012 og upp í rúmlega 400 iðkendur árið 2014.