Húnbogi Gunnars á Hlíðarenda

Fræknasti bogfimikappi Íslands fyrr og síðar er án efa Gunnar á Hlíðarenda. Lýsing á honum í Njálu hefst á þessum orðum:

“Gunnar Hámundarson bjó að Hlíðarenda í Fljótshlíð. Hann var mikill maður vexti og sterkur og allra manna best vígur. Hann hjó báðum höndum og skaut ef hann vildi og hann vó svo skjótt með sverði að þrjú þóttu á lofti að sjá. Hann skaut manna best af boga og hæfði allt það er hann skaut til….”

En hvernig boga skyldi Gunnar hafa átt? Varla hefur það verið sveigbogi frá Hoyt?

Bergsteinn Gizurarson hét maður sem var manna fróðastur um boga Gunnars. Bergsteinn skrifaði nokkrar merkar greinar sem þeir sem hafa áhuga á bogfimi gætu haft gaman að því að lesa.

Kenning Bergsteins er sú að Gunnar hafi átt hornboga. Eitt helsta sönnunargagnið fyrir þessari kenningu er beinhringur og örvaoddar sem fundust í kumli á söguslóðum Njálu.  Þetta er mjög merkileg kenning af mörgum ástæðum sem raktar eru í blaðagreinum Bergsteins. Hornbogar voru miklar gersemar og eru til nokkrar gerðir af þeim þó svo að í grunninn séu þeir svipaðir.  Gunnar hefur þannig getað átt Tyrknesku útgáfuna sem þá hefur verið ættuð frá Miklagarði, Ungversku útgáfuna eða jafnvel þá Mongólsku.  Eftirfarandi er mynda af Ungverskum hornboga.

Hornbogar eru oft kenndir við Húna því þeir unnu sína stærstu sigra með þessum bogum. Við eigum gamalt og gott íslensk heiti á þessum bogum sem er húnbogi. Þó svo að fleiri en húnar hafi notað svona boga þá var væntanlega á víkingatímanum ekki gerður mikill greinarmunur á þeim.  Væntanlega svipað eins og með orðið jeppi í dag sem notað er yfir ákveðnar tegundir ökutækja þó svo að þau séu frá öðrum framleiðendum heldur en JEEP.  Dálæti íslendinga var það mikið á þessum bogum að drengir voru skýrðir Húnbogar og hafa ýmsir merkir menn borið þetta nafn í gegnum tíðinna. Í dag er algengara að kalla þessa boga hestaboga, sem líklega er óbeint er ættuð frá húnum því að þeir sýndu mikla færni í því að skjóta húnbogum á hestbaki.

Eftirfarandi eru tilvísanir í umræddar greinar Bergsteins.

Hringurinn frá Rangá
(Menningarblað / Lesbók Morgunblaðsins – 30. september 2000)

HRINGURINN FRÁ RANGÁ – II – Á SLÓÐ HORNBOGANS
(Mennigarblað / Lesbók Morgunblaðsins – 7. október 2000)

HRINGURINN FRÁ RANGÁ III – – HVAÐAN VAR HORNBOGI ÞORMÓÐS ÞJÓSTARSSONAR?
(Menningarblað / Lesbók Morgunblaðsins – 14. október 2000)

BEINHÓLKURINN ÚR KUMLINU VIÐ EYSTRI-RANGÁ
( Menningarblað / Lesbók Morgunblaðsins   -30. nóvember 1996)