Hrekkjavökumót Ungmenna 2018 var að klárast.

Bogfimisetrið hélt Hrekkjavökumót í dag fyrir ungmennaflokka.

Þáttakan var ágæt og voru 19 krakkar skráðir til keppni, margir keppendurnir voru að keppa á sínu fyrsta móti á meðan aðrir eru töluvert reyndari og því blandaður hópur.

Keppt var í Berboga, Sveigbogi og Trissuboga flokkum í aldursflokkum U15, U18 og U21.

Einnig voru gefin verðlaun fyrir flottasta búninginn sem að Eowyn Mamalias vann sjá mynd af henni hér fyrir neðan.

Nokkur Íslandsmet voru slegin á mótinu, meðal annars:

  1. Simon Odinius sló Íslandsmetið í Berboga karla U15 á mótinu
  2. Eowyn Mamalias sló Íslandsmetið í Trissuboga Kvenna U15 útsláttarkeppni á mótinu.
  3. Kaewmungkorn Yuangthong (kallaður Púká) sló Íslandsmetið í Trissuboga Karla U15 útsláttarkeppni á mótinu.
  4. Katrín Birna Hrafnsdóttir, Þórhildur Pálsdóttir og Eowyn Mamalias slóu Íslandsmetið í trissuboga kvenna U15 undankeppni liða.

Við mælum eindregið með að keppendur kynni sér Íslandsmetaskránna og MUNI AÐ TILKYNNA ÍSLANDSMETIN ÞEGAR ÞIÐ SLÁIÐ ÞAU, annars eru þau ekki gild.
Hægt er að tilkynna Íslandsmet á bogfimi.is. Hver sem er má tilkynna að Íslandsmet hafi verið slegið á móti. Íslandsmetaskráin er uppfærð þegar metin eru staðfest.

Löggan fylgdist vel með keppendum og labbaði á milli með kylfuna glápandi á þá. Við notuðum norn sem skotklukku á mótinu hún skrækti nornaskræk reglulega yfir hópinn hihahahaha (af því að skotklukkan bilaði og Astrid var klædd sem norn). Ásamt því voru ýmsar vofur og furðufuglar á ferðinni á mótinu. Það var gaman að sjá foreldra krakkana koma og styðja börnin sín á mótinu.

Astrid ætlar að þakka sérstaklega Gumma, Keleu Quinn, Hönnu Kristínu Ólafsdóttir og Ásdísi Lilju Hafþórsdóttir fyrir aðstoð og hjálp þeirra. Hún ætlar líka að þakka Ingólfur Rafni Jónssyni fyrir að taka fullt af myndum á mótinu.

Enginn atriði komu upp og mótið gekk vel upp án tafa.

Einnig var haldin útsláttarkeppni um gullið á milli 1 og 2 sætis eftir undankeppni. til að mótið yrði ekki langt var ákveðið að gera bara útsláttarkeppni um gullið í hverjum flokki.

Heildarúrslit mótsins er hægt að finna á ianseo.net http://ianseo.net/Details.php?toId=4630

Hér fyrir neðan eru úrslitin eins og þau voru eftir undankeppnina.