Helga Kolbrún snýr aftur og tekur Íslandsmeistaratitilinn innandyra á ný

Helga Kolbrún Magnúsdóttir í Bogfimifélaginu Hróa Hetti keppti á sínu fyrsta Íslandsmeistaramóti um langt skeið en hún hafði tekið sér pásu frá íþróttinni um tíma vegna anna í vinnu, lífi og skóla. Helga komst í gull úrslit eftir sigur í fjórðungs- og undanúrslitum, þar sem hún mætti liðsfélaga sínum Eowyn Marie Mamalias og enduðu leikar 145-142. Vert er að geta að Íslandsmetið í opnum flokki er 146 og Íslandsmetið í U21 flokki er 143 og þær eiga þau met (Helga Opinn flokk og Eowyn U21), og því voru þær báðar að skjóta með sínu besta.

Freyja Dís Benediktsdóttir úr Bogfimifélaginu Boganum tók bronsið í trissuboga kvenna með sigri á liðsfélaga sínum Ewa Ploszaj 142-139.

Íslandsmeistaramótið er haldið 26-27 nóvember 2021 í Bogfimisetrinu Dugguvogi 2, Reykjavík. Keppt var í trissuboga og berboga flokkum í dag og á sunnudaginn mun keppendur í sveigboga keppast um sína titla.

Á Íslandsmeistaramótum er keppt í þrem bogaflokkum, trissuboga, berboga og sveigboga. Flestir keppendur keppa aðeins í einum bogaflokki og hægt að hugsa um muninn á milli þeirra svipað og  handbolta, körfubolta og blak. Þetta eru allt boltaíþróttir þar sem hendur eru notaðar en flestir stunda aðeins eina af þeim. Einnig halda tvö efstu lið í kvenna og karla áfram í gull úrslit og einnig tvö efstu blönduð lið keppa einnig í gull úrslitum (mixed team).

Hægt er að finna heildarúrslit, dagskrá og tengt mótinu í skorskráningarkerfinu ianseo hér á ianseo.net

Sýnt var beint frá úrslitum dagsins í dag á Archery TV Iceland youtube rásinni hér https://www.youtube.com/watch?v=tK-6bqokdM4 og einnig verður sýnt beint frá mótinu á morgun í sveigboga á sömu youtube rás.