Heimsmeistarmótið Utanhúss í Danmörku 2015

Hópurinn sem við sendum á heimsmeistaramótið 2015 í Danmörku er núna kominn aftur heim og niðurstöðurnar orðnar skýrar.

Þetta heimsmeistaramót er stærsta heimsmeistara mót sem haldið hefur verið í sögu bogfimi (flestir þáttakendur).

Mótið gekk vel og var ótrúlegt að skjóta á velli sem var með fleiri en hundrað targetum og 300 manns eða fleiri að skjóta á sama tíma, og frábær reynsla að keppa meðal besta fólks í heiminum.

Þetta mót er utandyra mót og við höfum ekki mikla reynslu af utandyramótum á Íslandi enda ekki mikill tími á árinu sem hægt er að æfa utandyra í góðu veðri.

Veðrið úti í Danmörku var frekar slakt og var töluverður vindur og stundum úrkoma á meðan á keppninni stóð, semsagt venjulegt veður í skandinavíu 😉

Margir keppendur kvörtuðu í Danska liðinu að þeim vantaði meiri sólarvörn (kaldhæðni af því að það sást ekki mikið til sólar á meðan á keppninni stóð og var frekar kalt úti)

Sumir stóðu sig vel, aðrir stóðu sig illa, eitt er víst að við munum öll standa okkur betur á framtíðar mótum.

Hérna eru Úrslitin hjá Íslendingunum sem fóru út að keppa.

Sveigbogaflokkur Karla

142.sæti Sigurjón Atli Sigurðsson
206.sæti Carlos Gimenez
208.sæti Carsten Tarnow
57.sæti í liða keppninni.

Sveigbogaflokkur Kvenna

153.sæti Ólöf Gyða Risten Svansdóttir
157.sæti Sigríður Sigurðardóttir
Var ekki nægur fjöldi í liðakeppni.

Trissubogaflokkur Karla

83.sæti Guðjón Einarsson (komst í útsláttarkeppnina og lenti þar í 57.sæti)
108.sæti Guðmundur Örn Guðjónsson
114.sæti Daníel Sigurðsson
28.sæti í liða keppninni.

Trissubogaflokkur Kvenna

88.sæti Helga Kolbrún Magnúsdóttir (komst í útsláttarkeppnina og lenti þar í 57.sæti)
95.sæti Astrid Daxböck (komst í útsláttarkeppnina og lenti þar í 57.sæti)
96.sæti Margrét Einarsdóttir (komst í útsláttarkeppnina og lenti þar í 57.sæti)
26.sæti í liða keppninni.