Haraldur og Kelea tóku titlana í sveigboga einstaklinga og bogfimifélagið boginn vann liðakeppni á Víðistaðatúni í frábæru veðri á Íslandsmeistaramótinu í bogfimi

Mikill munur var á veðri á milli daga á Íslandsmeistaramótinu í bogfimi 2020 á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Á laugardeginum þegar trissuboga og berboga flokkar kepptu var hávaðarok á vellinum og gul veður viðvörun í gangi um mest land sem gerði keppendum vægast sagt erfitt fyrir á mótinu. Flestir áttu erfitt með að standa á meðan þeir miðuðu örvunum. Á sunnudeginum var sól og lítill vindur og aðstæður frábærar til keppni. Fyrirmynda veður enda voru nokkur Íslandsmet slegin í ólympískum sveigboga á sunnudeginum. Mótið byrjaði rétt fyrir 10 um morguninn og lauk í kringum 7 um kvöldið.

Haraldur Gústafsson í skotfélagi austurlands (Skaust) sigraði í sveigboga karla í gull úrslitum gegn Íslandsmeistaranum innanhúss og sló verjandi titilhafa utanhúss út í undan úrslitum. Haraldur stóð sig frá frábærlega og tók sinn fyrsta utandyra titil í opnum flokki eftir 8 ára bardaga um að ná titlinum.

Kelea Quinn í ÍF Akur sigraði í gull úrslitum sveigboga kvenna gegn Íslandsmeistaranum innanhúss og tók titilinn utandyra.

Bogfimifélagið Boginn vann félagsliðakeppnina í tvíliðaleik. En í liðinu voru Dagur Örn Fannarsson og Marín Aníta Hilmarsdóttir sem eru bæði Íslandsmeistarar innanhúss. Þau kepptu í gull úrslitum um einstaklings titlana utanhúss gegn þeim fyrrnefndu.

Öldungarnir börðust til baka á Íslandsmeistaramótinu utanhúss og settu yngri kynslóðina í annað sætið í sveigboga. Á Íslandsmeistaramóti innanhúss í mars á þessu ári var ljóst að ný kynslóð er að taka við í bogfimi þar sem 5 af 6 Íslandsmeisturum í opnum flokki innandyra voru yngri en 20 ára gamlir. En yngri kynslóðin þurfti að sætta sig við silfur að þessu sinni.

Á laugardaginum var keppt í trissuboga og berboga flokkum og hægt er að sjá nánar um helstu úrslit af þeim degi Íslandsmeistaramótsins hér fyrir neðan.

  • Albert Ólafsson í Bogfimifélaginu Boganum í trissuboga karla, sem er hans fyrsti titill í opnum flokki.
  • Anna María Alfreðsdóttir í Íþróttafélaginu Akur í trissuboga kvenna var að taka sinn fyrsta titil í opnum flokki 17 ára gömul.
  • Izaar Arnar Þorsteinsson í Íþróttafélaginu Akur í berboga karla, tók bæði innandyra og utandyra titil á árinu.
  • Guðbjörg Reynisdóttir í Bogfimifélaginu Hróa Hetti, sem er að verja 6 titilinn í röð (3 innandyra og 3 utandyra) en hún keppti einnig um brons á síðasta ári á EM ungmenna í víðavangsbogfimi.

Hægt er að finna nánari frétt um úrslit laugardagsins í þessari frétt.

Albert, Anna, Izaar og Guðbjörg Íslandsmeistarar í bogfimi í hávaðaroki. Keppni í berboga og trissuboga lokið, keppt verður í Ólympískum sveigboga sunnudaginn 18 júlí.

Hægt er að finna livestream af viðburðinum á archery tv iceland rásinni á youtube og heildar úrslit er hægt að finna á skorkerfis vefsíðuni ianseo.net.