Haraldur og Guðný úr Skotfélagi Austurlands Íslandsmeistarar öldunga í bogfimi

Haraldur Gústafsson og Guðný Gréta Eyþórsdóttir úr Skotfélagi Austurlands á Egilstöðum tóku Íslandsmeistaratitla í sveigboga karla og kvenna 50+ ásamt því að taka titilinn í parakeppni 50+ á Íslandsmóti Öldunga um helgina. Vert er að geta að Haraldur er einnig Íslandsmeistari í opnum flokki (fullorðinna) og Guðný tók silfur á því móti. Þau eru því vanir keppendur á hæsta stigi og því talin líklegust til þess að taka titlana í öldunga á þessu móti. Guðný vann einnig Íslandsmeistaratitilinn í 50+ í berboga kvenna, en hún keppir reglubundið í báðum keppnisgreinum (sveigboga og berboga).

Einn alþjóðlegur keppandi kom til Íslands að keppa á Íslandsmóti öldunga þrátt fyrir erfiðleika við ferðalög vegna heimsfaraldurs. Ru Barlow frá Bretlandi. Íslandsmót eru alltaf opin fyrir alþjóðlega keppendur en þar sem þeir mega ekki keppa um Íslandsmeistaratitil þá er sett upp sér “international” útsláttarkeppni til hliðar við Íslandsmót Öldunga. Sem Haraldur vann einnig.

Úrslit um Íslandmeistaratitilinn í öldunga er hægt að finna hér
Haraldur Gustafsson vs Tomas Gunnarsson (TommiGun) úr UMF Eflingu á Laugum.

Ásamt því að vera keppendur á mótinu tóku bæði Haraldur og Guðný að sér sjálfboðastörf svo að mótið gengi hratt og vel fyrir sig.


Guðný að draga örvar í úrslita leikjum.

Íslandmót öldunga var haldið í Bogfimisetrinu í Reykjavík laugardaginn 13 nóvember. 25 keppendur voru skráðir til keppin í öldungaflokkum á mótinu.

Mótið var einnig eitt af 12 mótum sem voru þá á lista sem eru hluti af innandyra heimsbikarmótaröð heimssambandsins World Archery Indoor World Series. Skor úr undankeppnis umferðum gilda því til stiga á “open ranking” heimslistann. Þau úrslit ættu að vera birt eftir að heimssambandið hefur staðfest úrslitin https://worldarchery.sport/events/indoor/open-ranking

Hægt er að finna heildarúrslit mótsins hér https://www.ianseo.net/Details.php?toId=7883