Haraldur Gústafsson Íslandsmeistari í bogfimi

Haraldur Gústafsson í Skotfélagi Austurlands (SKAUST) kom sá og sigraði Íslandsmeistaratitilinn í sveigboga karla 50+ á sunnudaginn. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Haraldar.

Aðeins 4 efstu keppendur í undankeppni halda áfram í útsláttarkeppni í 50+ flokki. Haraldur var með hæsta skor í undankeppni 50+ 528 stig. 19 stigum frá Íslandsmetinu í 50+ flokki.

Haraldur sigraði Kristján G. Sigurðsson úr Skotfélagi Ísafjarðar í undanúrslitum 6-2. Í gull keppninni mætti hann Tómasi Gunnarssyni úr UMF Eflingu og sigraði þar aftur 6-2.

Í viðtali eftir að vinna titillinn sagði Haraldur “Ég held að ég sé búinn með adrenalín kvótann fyrir árið”. Hann lyfti upp hönd og sýndi hana nötra. Þetta ár var í fyrsta sinn sem sýnt var beint frá Íslandsmótum öldunga. Því var mun meiri pressa á keppendum í ár.

Þetta er í fyrsta sinn sem Haraldur keppir í 50+ flokki en hann er fimmtugur á árinu. Gert er ráð fyrir að Haraldur verði mikið fjall fyrir aðra keppendur í öldungaflokki að yfirstíga, þar sem Haraldur hefur reglulega verið á verðlauna palli í opnum flokki hinngað til.

Haraldur var einnig hæsta skorið í opna alþjóðlega hluta mótsins. En þar tapaði Haraldur brons keppninni með naumum mun 6-4 á móti Jógvan Magnus Andreasen frá Færeyjum. Þess má get að andstæðingur Haralds í úrslitum Íslandsmótsins (Tómas) vann alþjóðlega hluta mótsins og því verðugur andstæðingur að sigra í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.

Haraldur hefur einnig tekið brons á smáþjóðaleikum með sveigboga karla landsliðinu og komist í top 500 á bogfimi heimslista á einum tímapunkti.

Haraldur var einnig valinn í liðakeppni á mótinu með Oliver Ormar Ingvarssyni úr BF Boganum og Aron Örn Olason Lotsbert úr ÍF Akri. Þar mætti Ísland Færeyjum í úrslitum og strákarnir okkar unnu öruggann sigur 6-0.

Íslandsmótið var haldið í Bogfimisetrinu í Reykjavík 16 febrúar af ný stofnuðu Bogfimisambandi Íslands. En þar situr Haraldur einnig í stjórn.

Hægt er að finna heildarúrslit mótsins á ianseo.net og sjá beina útsendingu af úrslitum mótsins á archery tv Iceland rásinni á youtube.