Guðbjörg tók Íslandsmeistaratitilinn um helgina og með lengstu Íslandsmeistarartitla sigurröð í íþróttinni

Guðbjörg Reynisdóttir úr BF Hróa Hetti í Hafnarfirði vann ellefta Íslandsmeistaratitilinn sinn í röð á síðustu fimm árum í berboga kvenna á Íslandsmeistaramótinu í bogfimi á laugardaginn síðastliðinn. Tíu af þeim ellefu hefur Guðbjörg unnið fyrir BF Hróa Hött.

Guðbjörg mætti í gull úrslitaleik Íslandsmeistaramótsins Rakel Arnþórsdóttir úr ÍF Akri á Akureyri þar fór leikurinn 7-3 fyrir Guðbjörgu og en einn titill kominn upp á vegg.

Heba Róbertsdóttir úr BF Boganum vann bronsúrslitaleikinn í hörðum bardaga 6-4 gegn Viktoríu Fönn Guðmundsdóttir úr ÍF Akur á Akureyri.  Þetta var fysta Íslandsmeistaramót Hebu en Viktoría vann silfur á Íslandsmeistaramótinu innandyra.

Guðbjörg vann parakeppnis Íslandsmeistaratitilinn fyrir BF Hróa Hött ásamt liðsfélaga sínum Auðunn Andra Jóhannessyni. Verðlaunin voru afhent byggt á niðurstöðum úr undankeppni mótsins þar sem skera þurfti liða útsláttarkeppni mótsins út til að koma skipulaginu fyrir vegna tafa sem gerðust vegna veður aðstæðna.

Og Guðbjörg vann silfur í kynlausri keppni, sem er ný viðbót til að greiða aðgengi kynsegin einstaklinga til þátttöku í íþróttinni og tækifæri fyrir keppni milli kvenna og karla. Baráttan var hörð við Izaar Arnar Þorsteinsson úr ÍF Akri á Akureyri en endaði í 6-4 sigri Izaars. Gummi Guðjónsson úr BF Boganum í Kópavogi vann brons úrslitaleikinn í kynlausu keppninni gegn Auðunn Andra Jóhannessyni úr BF Hróa Hetti í Hafnarfirði.

Íslandsmeistarar kvenna

Íslandsmeistaramótið var haldið á Hamranesvelli í Hafnarfirði 9-10 júlí. Veðrið á laugardeginum þegar að trissuboga og berboga flokkar kepptu var með því versta sem sést hefur á móti á Íslandi. Stormur og rigning fyrri part dagsins sem skánaði seinni partinn. Öll skotmörkin fuku niður í æfingaumferðum og það brotnuðu örvar hjá nokkrum keppendum. Undankeppni trissuboga og berboga var frestað svo að mögulegt væri að festa skotmörkin almennilega og bjarga þeim keppendum um örvar sem vantaði örvar upp á.

Það orsakaði mikla tímatöf í skipulagi mótsins sem var þegar þétt setið. Ekki var mögulegt að fresta mótinu til sunnudags þar sem ekki allir keppendur komust á þeim degi og búið var að auglýsa mótið á laugardeginum. Til að koma því fyrir að mótið gæti verið haldið var undankeppni stytt í 3 umferðir í stað 12 og tíminn til að skjóta örvunum var lengdur til að gefa keppendum færi á því að geta skotið örvunum. Sem betur fer lægði lítillega seinni hluta dags þegar að úrslitaleikirnir voru í trissuboga og berboga. Til samanburðar við storminn á laugardeginum var veðrið var frábært á sunnudeginum þegar að sveigbogaflokkar kepptu, en þó samt einhver vindur og rigning sem setti strik í skorin.