Guðbjörg Reynisdóttir nær alþjóðlegum þjálfararéttindum stig 1

Guðbjörg Reynisdóttir í BF Hróa Hetti í Hafnarfirði náði mati prófdómara á alþjóðlegu þjálfaranámskeiði stigi 1 um helgina eftir viku langt námskeið á vegum Alþjóðabogfimisambandsins (World Archery – WA), Bogfimisambands Íslands (BFSÍ) og Ólympíusamhjálpinni (Olympic Solidarity – OS).

Guðbjörg þurfti að ná 12 af 20 mögulegum stigum á síðasta degi þjálfaranámskeiðsins sem var haldið 7 ágúst. Endanlega einkunnin var 17 af 20 sem samsvarar 8.5 í einkunn. Þekkingin sem Guðbjörg varð sér út um á námskeiðinu mun án vafa vera gott “boost” fyrir BF Hróa Hött. Guðbjör gæti einnig verið góður kandidat í framtíðinni fyrir landsliðsþjálfara í berboga, en fyrst þarf hún að ljúka stigi 2, sem hún áætlar að gera. Ef hún er ekki upptekin við að sparka vinalega í Íþróttastjóra BFSÍ fyrir að taka myndir af henni á vandræðalegum tímum 😂.

Berbogi hefur verið í sókn innan íþróttarinnar og var nýverið bætt við á Evrópumeistaramótum innandyra og Íþróttastjóri BFSÍ mun leggja til á Evrópuþingi í framtíðinni að berboga verði einnig bætt við á Evrópubikarmótum ungmenna. Því gott tækifæri til þess að efla berbogaflokka á Íslandi sem undirbúning fyrir það.

Endanleg staðfesting og skírteini munu berast frá WA á næstu vikum eftir að skýrsluskilum og viðeigandi form hafa verið fyllt út. Alþjóðlegu þjálfararéttindin gilda í fjögur ár og svo er krafa um endurmenntun, líklega í formi uppbótarnámskeiðs, en ólíklegt að þess þurfi hjá þessum þjálfara þar sem áætlað er að hann muni taka þátt á stig 2 námskeiði World Archery sem áætlað er að verði haldið í ágúst 2023.

Þjálfaranámskeið stig 1 heimssambandsins World Archery (WA) var haldið af Bogfimisambandi Íslands í Bogfimisetrinu dagana 2-7 ágúst. Námskeiðið var haldið í samstarfi við ÍSÍ og Ólympíusamhjálpina (Olympic Solidarity (OS)) sem stendur undir meirihluta kostnaði námskeiðsins. Þjálfarakennari World Archery á námskeiðinu var Christos Karmoiris frá Grikklandi. Prófdómarar World Archery á námskeiðinu voru Christos og Guðmundur Örn Guðjónsson Íþróttastjóri BFSÍ sem þriðja stigs WA þjálfaramenntaður.

Frekari fréttir af námskeiðinu er hægt að finna á archery.is