Gekk vel á þriðja Bikarmótaröðinni BFSÍ og fyrsta World Series Open

Bikarmótið var fyrsta mót í heiminum í World Series Open mótaröðinni á vegum heimssambandsins. Úrslit í World Series Open munu ráðast af þremur hæstu skorum keppenda á mótum á tímabilinu og mögulegt verður að fylgjast með stöðu keppenda á WorldArchery.org

Guðbjörg, Marín og Alfreð unnu bikarana í sínum greinum í kynlausri keppni á þriðja Bikarmóti BFSÍ 5 nóvember.

Eftir að útsláttarkeppni var lokið voru lokaniðurstöður gull úrslita leikja eftirfarandi:

  • Guðbjörg Reynisdóttir vann bikarinn í berboga 7-1 í úrslitum gegn Birnu Magnúsdóttur
  • Alfreð Birgisson vann bikarinn í trissuboga 141-140 í úrslita leik gegn Freyju Dís Benediktsdóttir
  • Marín Aníta Hilmarsdóttir vann bikarinn í sveigboga 6-0 í úrslita leik gegn Mána Gautason

Staðan í Bikarmótaröðinni byggist á niðurstöðum úr undankeppni Bikarmótana. Top 3 staðan í Bikarmótaröðinni er í dag:

Sveigbogi:

  1. Valgerður E. Hjaltested : 1572
  2. Marín Aníta Hilmarsdóttir : 553
  3. Astrid Daxböck : 513

Trissubogi:

  1. Freyja Dís Benediktsdóttir : 1671
  2. Þórdís Unnur Bjarkadóttir : 1565
  3. Ragnar Smári Jónasson : 1080

Berbogi:

  1. Heba Róbertsdóttir : 1091
  2. Sölvi Óskarsson : 1058
  3. Guðbjörg Reynisdóttir : 895

Heildar stöðuna í Bikarmótaröðinni er hægt að finna á úrslitasíðu hvers móts á ianseo.net í skjali sem heitir “Staða Bikarmótaröð BFSÍ “

Næsta mót í bikarmótaröðinni verður haldið 26 nóvember og það er en mögulegt að skrá sig á það hér.

https://mot.bogfimi.is/

Áhugavert sem gerðist á mótinu: Ragnar Smári Jónasson kom öllum og sjálfum sér á óvart og sýndi sterka frammistöðu á mótinu. Síðast umferð trissuboga gull úrslita var mjög spennandi en Freyja var einu stigi yfir og útlit fyrir að hún myndi tryggja sér þriðja bikarinn í röð í Bikarmótaröðinni, en staðan snérist við í síðasta umferðinni og Alfreð náði sigrinum með 1 stigi. Sem er í fyrsta sinn sem karlmaður vinnur sigur á bikarmóti í kynlausum flokki.
Þátttaka á bikarmótaröðinni hefur verið að aukast með hverju móti, og var þátttaka mest á þessu móti hingað til.