Fyrsta skiptið sem Ísland keppir í liðakeppni sveigboga kvenna

EM núna er í fyrsta sinn sem að Ísland keppir í liðakeppni sveigboga kvenna þar sem stelpurnar enduðu í 24 sæti eftir undankeppni og lentu á móti Eistlandi í fyrsta útslætti sem var í 9 sæti á mótinu eftir undankeppni.

Stelpurnar okkar töpuðu 6-0 og enduðu í 17.sæti

Astrid Daxböck, Sigríður Sigurðardóttir og Justyna Agata Gawronska kepptu fyrir Ísland og þetta var einnig fyrsta alþjóðlega mótið hennar Justyna.

Eitt örvanokkið hjá Astridi brotnaði þegar hún skaut í síðustu umferðinni og örin skaust lengst í burtu og framhjá skotmarkinu.

Sigríður og Justyna höfðu aldrei keppt í liðakeppni áður og voru að fara yfir reglurnar og æfa sig á hvernig það virkaði með Gumma stuttu áður en mótið byrjaði.

Sigríður var smá stressuð á meðan var verið að skjóta og var að erfiða við að skjóta örvunum og þurfti að setja bogann niður í einni umferðinni af því að hún náði ekki að skjóta, sem er mjög erfitt þar sem mjög lítill tími er í liðakeppninni til þess, en það bjargaðist sökum góðs skipulags á uppsetningu liðsins og Justyna og Astrid náðu að laga það með því að skjóta örlítið hraðar. Það var gaman að sjá hvað Sigríður var jákvæð og glöð þrátt fyrir tilfinningarnar.

Sigga skaut fyrst svo Justyna og síðust var Astrid þar sem hún er eini keppandinn sem var vön liðakeppni.

Stelpurnar töpuðu en voru allar sammála eftir keppnina að það væri skemmtilegast að keppa í liðakeppni.

Við gerum ráð fyrir því að sjá Ísland keppa oftar í sveigboga kvenna þar sem sá flokkur er að stækka.

Ísland var einni með lið í sveigboga karla og blandaðri liðakeppni (mixed team) trissuboga og sveigboga.

Aðeins 24 efstu liðin komast inn í útsláttarkeppni og það var aðeins sveigbogi kvenna sem var í top 24 frá Íslandi á mótinu.

Sveigboga karla liðið endað í 29 sæti

Sveigboga Mixed team endaði í 33 sæti

Trissuboga Mixed team endaði í 25 sæti