Fyrsta Austurland Open Indoor 2019 var að ljúka

Án vafa var leikmaður mótsins Thea Sóley Schnabel en hún endaði með skorið 518 sem var hæsta skor mótsins í öllum flokkum. En hún var að skjóta í U13 flokki á mótinu sem var á 6 metrum.

Það var hörð keppni á milli Bastian og Haraldar í sveigboga karla en í lokin voru aðeins 2 stig sem skyldu þá að 515-513 þar sem Haraldur tók gullið.

Guðný Gréta braut loksins 500 múrinn sem er hún er búin að vera að berjast við að ná í keppni um langt skeið núna. Hún skoraði 505 stig sem er 1 stigi undir Austurlandsmetinu.

Daníel Baldursson setti Austurlandsmet í trissuboga karla U16 með skorið 512 en hann vann gullið á móti Ragnari Torfasyni.

Kristján Stefán Þráinsson sló Austurlandsmet í berboga karla opnum flokki með skorið 321 en Bjarki Sigurðsson átti metið áður sem var 281 stig.

Jón Sveinsson var að keppa á sínu fyrsta móti og er góður kanditat í framtíðinni að taka W1 Para Íslandsmetið.

Sveinn Björnsson var að keppa á sínu fyrsta móti og setti því personal best með skorið 478 sem er mjög gott í sveigboga U16 og hefði sett hann 3 sæti á síðasta youth series móti í Reykjavík.

Haraldur er að plana að halda annað mót í Desember í fellabæ. Hægt er að finna upplýsingar um það mót hér (það er en verið að skipuleggja það).

Hér er hægt að finna Austurlandsmetaskrá https://archery.is/skaust-og-austurland/

Hægt er að finna heildarniðurstöður hér http://www.ianseo.net/Details.php?toId=6490

Hægt er að finna fleiri myndir af mótinu hér https://www.facebook.com/pg/archery.is/photos/?tab=album&album_id=1406955326141257