Freyja Dís Benediktsdóttir í 17 sæti á EM U21 einstaklinga og keppir með trisssuboga kvenna U21 liði í 8 liða úrslitum gegn Ítalíu á morgun

Evrópumeistaramót innandyra er núna í gangi í Lasko í Slóveníu. Stór hópur Íslenskra keppenda er að keppa á mótinu og gengið hefur verið ágætt.

Í einstaklingskeppni var Freyja í 18 sæti í undankeppni trissuboga kvenna U21 með skorið 558 og endaði því á móti Patience Wood frá Bretlandi sem var í 15 sæti í undankeppni. Í útsláttarkeppni vann Patience gegn Freyju 145-142 og Freyja er því dottinn út af EM í einstaklings keppni og endaði í 17 sæti í lokaniðurstöðum. Freyja skoraði flott skor í útslættinum 142 og var 1 stigi yfir Patience fyrstu 3 umferðirnar, í fjórðu og næst síðustu umferðinn var Patience einu stigi yfir og því hvor sem er sem hefði getað unnið leikinn. Freyja skaut flott skor 10-9-9 í síðustu umferðinni en Patience skaut óvænt 10-10-10 og tók leikinn.

Í trissuboga liðakeppni U21 á fimmtudaginn mun Freyja ásamt liðsfélögum sínum keppa á móti Ítalíu í 8 liða úrslitum. Ítalía var í fjórða sæti í undankeppni og Íslensku stelpurnar í fimmta sæti, og um tíma í undankeppni var Ísland yfir Ítalíu. Þannig leikurinn gæti farið á hvorn veginn sem er og verður líklega spennandi.

Freyja er úr Bogfimifélaginu Boganum í UMSK í Kópavogi.