Franskir læknar farnir að ávísa á bogfimi sem meðferðarúrræði við sjúkdómum

Í Frakkandi eins og hér á landi hafa læknar þann möguleika að gefa út hreyfiseðla sem meðferðarúrræði við sjúkdómum eða einkennum þeirra sjúkdóma sem vitað er að regluleg hreyfing getur haft umtalsverð áhrif á. Hér á landi er það teymi heilbrigðisstarfsmanna og/eða læknar sem meta einkenni og ástand einstaklings, sem er síðan vísað til hreyfistjóra. Sjúkraþjálfarar á heilsugæslustöðvunum hér á landi sinna störfum hreyfistjóra.

Íþróttafélag fatlaðra hafi lagt áherslu á bogfimi sem heilsubót um áratugaskeið ég veit hins vegar ekki hvort læknar hér á landi hafi ávísað á bogfimi í hreyfiseðlum sínum.

Í Frakklandi er bogfimi ein af þeim íþróttagreinum sem læknar eru farnir að visa á sem meðferðarúrræði við sjúkdómum. Bogfimi getur bæði verið úrræði við líkamlegum og andlegum sjúkdómum. Til þess að styðja við þessa þróun er Bogfimisamband Frakklands farið að halda sérstök námskeið fyrir þá sem vilja verða vottaðir bogfimi sjúkraþjálfarar.  Þetta er áhugaverð þróun og kannski munum við sjá vottaða bogfimi sjúkraþjálfara hér á landi.