Forskráning á Norðurlandameistaramót Ungmenna (NUM) 2022 í Finlandi

Öllum ungmennum í bogfimi á aldrinum 13-20 ára á árinu 2022 er leyfilegt að taka þátt á Norðurlandameistaramóti Ungmenna (NUM) óháð getustigi. Flest ungmenni taka byrja að taka þátt í NUM til gamans og mótið er hugsað sem hittingur fyrir ungmenni á Norðurlöndum til að geta kynnst og keppt við aðila á sama aldri með sama áhugamál. Hjá hluta af þeim ungmennum sem keppa þar til gamans vaknar áhugi á því að ná lengra og að stíga skref í átt að afreksvegi. Því er NUM einnig hugsað sem grunnur að afreksstarfi BFSÍ og er flokkað sem C landsliðverkefni í afreksstefnu BFSÍ og þeir sem keppa á NUM því að keppa fyrir C landslið.

Forskráningu á NUM er hægt að finna hér neðst í greininni, þeir sem skrá sig þar fá sendar upplýsingar um NUM jafnóðum og þær berast til BFSÍ. Við viljum sjá sem flesta þátttakendur og foreldra á NUM og erum tilbúin til að aðstoða eins og mögulegt er og svara öllum spurningum sem koma upp.

Fyrirkomulagið að vera með forskráningu er nýtt og megin tilgangur þess að bæta samskipti og upplýsinga miðlun milli allra aðila sem vilja taka þátt í verkefninu.

Hægt er að finna mikið af hagnýtum upplýsingum um NUM á þessari síðu.

NUM 2022 Finland Norðurlandameistaramót Ungmenna