Forseti íslenska Kyudo félagsins heiðraður

Dr. Tryggvi Sig­urðsson, stofn­andi og for­seti ís­lenska Kyudo fé­lags­ins, hef­ur verið sæmd­ur heiðurs­merkj­um Jap­ans; orðu rís­andi sól­ar, gull og silf­ur geisl­ar.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá jap­anska sendi­ráðinu hér á landi.  Þennan heiður hlítur Tryggvi fyrir að stuðlað að fram­gangi jap­anskr­ar bog­fimi (Kyudo) hér á landi auk þess að efla sam­skipti milli Íslands og Jap­ans. Tryggvi Sig­urðsson var for­seti Evr­ópska Kyudo-sam­bands­ins í 16 ár auk þess hefur hann verið for­seti ís­lenska Kyudofé­lags­ins í tæp 40 ár. Tryggvi hef­ur stuðlað að fram­gangi Kyudo í fjölda landa og kennt nem­end­um sín­um jafnt Kyudo tækni sem og hug­mynda­fræði Kyudo. Við óskum Tryggva til hamingju með þennan heiður.