Fjör á European Grand Prix

Mikil hrakföll hafa gengið á á European Grand Prix í Búkarest.

Ólafur og Astrid fóru í keppni um hver gæti klemmt puttana oftar. (Óli skellti bílhurð á fingurna og Astrid tapað 2 slagsmálum við töskuna sína.)

Sigurjón týndi fjöðrunum sínum og þurfti að fara að leita að bogfimibúð í uber til að redda sér.

Sökum þess hvað skipulagið er þétt halda bara 16 lið áfram í útsláttarkeppni á mótinu.

Gummi gleymdi 50 metra stillinguni á boganum og gerði þetta.

Æfingin á mánudeginum var ótrúlega stutt sökum mikillar umferðar? Held ég.

Ekki er tími til að prenta út athlete númer í útsláttarkeppni og þurfa því keppendur að hlusta eftir nafninu sínu á bjagaðri ensku af tilkynnanda í kallkerfi svæðisins.

Villa gerðist í rafrænu skori hjá Ianseo teyminu í undankeppni trissuboga og fyrsta umferðin af skori skráðist ekki.

Eftir fyrstu 36 örvar í undankeppni trissuboga var ákveðið að fresta mótinu sökum þess að stór hluti örva fór í gegnum skotmörkin hjá öllum keppendum og ekki var hægt að tryggja að skorið væri rétt. Margir landsdómararnir voru ekki undirbúnir fyrir það að dæma örvar sem fóru í gegn og dæmdu þær margar illa og í 3 umferðinni sögðu þeir keppendum að þeir yrðu bara að dæma þær sjálfir lol.

Það er bæði vegna veðurs þar sem það ringdi gífurlega mikið og sökum þess að skotmörkin voru léleg og tóku ekki við örvunum. Það ringdi svo mikið að sumar skotskífurnar láku af skotmarkinu og þurfti að stoppa eina umferð af því að ein skífa datt af skotmarkinu. Það tók jafn langann tíma að skora fyrstu 36 örvarnar og það tekur venjulega að skora 72 örvar og var því skipulagið verulega á eftir áætlun.

Trissuboga hluta mótsins var frestað til morgundags þar sem seinni umferð undankeppni og útsláttarkeppni trissuboga mun fara fram, ef þeir geta komið því fyrir í skipulaginu.

Mótshaldarar og dómarar eru að reyna að laga vandamálið með því að setja önnur skotmörk á bakvið núverandi skotmörk.

Tjöldin eru mjög góð en ekki nægilega stór til að ná yfir allann völlinn og eru því margir keppendur sem þurfa að standa í rigningunni.

Ástæðan fyrir því að ég skrifaði greinina er vegna þess að svona mikil hrakföll eru gífurlega sjaldgæf á einu móti. Og þetta var dagur 1 lol.

En annars er ferðin fín og fyrir utan mikil hrakföll í upphafi mótsins. Íslendingarnir eru ánægðir og hlæja að þessu, skemmtileg reynsla að upplifa hvað mikið getur farið úrskeiðis. Hótelið er flott og gaman að hitta marga góða vini frá öðrum löndum og kynnast nýjum.

Veðrið var samt bara ágætt. Svona venjulegur kaldur Íslenskur sumar dagur með mikilli rigningu. Vindurinn var reyndar út um allt og breytti um skoðun í hverri umferð, hægri, vinstri, áfram eða enginn.

Æfingin sem var fyrri part dagsins var mjög fín og equipment inspection gekk vel. Við gerum ráð fyrir því að restin af mótinu muni ganga vel. Við vorkennum dómurunum og sjálfboðaliðunum smá þar sem það er mikið stress og rugl í gangi sem þeir þurfa að díla við.

Ianseo teymið mundi að setja réttann landskóða fyrir Ísland og því fær Ísland að keppa í undankeppni Evrópuleikana (það gleymdist í undankeppni fyrir Evrópuleikana 2015 og því fékk Ísland wild card sæti þá vegna þeirra mistaka lol)

Gummi var aftur beðinn um að vera commentator á live stream á laugardaginn. Hann er ekki búinn að ákveða hvort að það er gott eða vont lol. En það var tilkynnt öllum á liðsstjóra fundinum og því ólíklegt að hann komist út úr því.

Video-ið hér fyrir neðan var tekið á æfingu sveigboga kvenna á meðan veðrið var gott.