Ewa í 17 sæti á EM og var gífurlega óheppin

Okkar fólk lauk keppni á Evrópumeistaramótinu í bogfimi í Póllandi í dag þar sem Ewa Ploszaj tapaði á móti Andreu Marcos frá Spáni sem er í 9 sæti á heimslista og mun keppa um Gull á EM á laugardaginn. Ewa var síðasti keppandinn frá Íslandi sem var en inn í keppninni í dag.

Það gekk mikið á hjá Ewa þar sem hún týndi gikknum sínum og tók ekki eftir því fyrr en 2 mínútur voru í útsláttinn hennar. Það var mikið fár að leita að gikknum sturtað úr töskum og skriðið í grasinu. Gummi þekkti nokkra einstaklinga á mótinu og fékk lánaðann gikk frá vin okkar frá Tékklandi Filip Reitmeier og svo komu margir aðrir vinir og buðu sína hjálp og við fundum gikk sem hún gat notað.

Ewa skaut illa í fyrstu umferðunum enda með nýjann gikk sem hún hafði aldrei skotið áður í mjög stressandi aðstæðum og örvarnar voru að lenda vinstra megin í sjöum og sexum með nýja gikknum fyrst og svo hægt og rólega stilltum við sigtið í miðju aftur. Síðustu 2 umferðirnar hennar Ewa voru frábærar þar sem hún skoraði 29 af 30 mögulegum í báðum umferðum, en það var ekki nóg þar sem Andrea frá Spáni var þá búin að vinna sér inn töluvert forskot sem var ekki hægt að ná til baka.

Ewa var skiljanlega gífurlega sorgmædd yfir því sem gerðist af því að hún veit að hún getur gert betur, en hún stóð sig frábærlega á mótinu sérstaklega miðað við aðstæðurnar sem komu upp.

Ewa endaði í 17 sæti á mótinu og var ekki langt frá því að taka sæti fyrir Ísland í trissuboga kvenna á Evrópuleikana en hún hefði þurft að vinna útsláttinn á móti Andrea til að ná sætinu.

Þess má geta að Ewa vann fyrsta útslátinn sinn á móti Eriku Damsbo frá Danmörku þar sem Ewa náði 2 stiga forskoti eftir fyrstu umferðina og lét svo ekkert eftir fyrrum heims og evrópumeistaranum og jók forskotið upp í 4 stig í síðustu 2 umferðunum og vann 142-138. (Erika tapaði einnig fyrir Íslenskum keppenda á síðasta EM 2016)

Ewa stóð sig langbest af íslensku keppendunum og því vert að fjalla um það þrátt fyrir óheppnina. Hún skoraði 648 stig og var í 44 sæti í undankeppninni og náði lágmarkinu fyrir Evrópuleikana sem er 640 í trissuboga kvenna en náði því miður ekki að vinna sæti á þá.