Meistaradeild BF Boginn 2021

When

12/03/2021 - 19/03/2021    
All Day

Event Type

Mótið er tilraunamót fyrir framtíðar bogfimideildir.
Mótið er fyrir íþróttafólk sem keppir fyrir BF Bogann og er haldið í Bogfimisetrinu Dugguvogi 2, Reykjavík.

Mótið er haldið föstudagana 12 og 19 Mars. Byrjar kl 18:00 báða dagana og áætlað að það taki um 3-3,5 klst (nánara skipulag á boginn.is)

8 manns hámark skráning er á mótið, þessi skráning lokar þegar að 8 skráningar hafa borist. Mótið samanstendur af útsláttarkeppnisdeild, allir keppendur keppa á móti hver öðrum tvisvar. (Miðað við fulla skráningu væru það 7 útslættir per föstudag, 14 útslættir samtals á mótinu.)

Úrslit verða birt á http://boginn.is/

Keppt verður á 18 metrum, allir keppa á móti öllum.
Trissubogar keppa á 40cm skífu (lítil tía)
Sveigbogar keppa á 60cm skífu
Berbogar keppa á 80cm skífu

Stig í deildinn eru gefin með sama formi og í fótbolta (3 stig fyrir sigur, 1 fyrir jafntefli og 0 fyrir tap.)

Farið verður eftir sveigboga reglum í útsláttarkeppni

Þar sem þetta fyrirkomulag af móti er en í þróun þá er mögulegt að einhverjar breytingar verði á mótafyrirkomulagi.

Mótið fer ekki eftir reglum WA eða BFSÍ um mótafyrirkomulag og er því ekki Íslandsmetahæft.

Ef þig vantar aðstoð hafðu samband við boginn@archery.is

Þetta væri hægt að kalla fyrstu tilraun að félagsmeistaramóti Bogfimifélagsins Bogans.

Be the first to comment

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.