Íslandsmeistaramót Víðavangi 2022 – (Opinn) – Egilstaðir – Aflýst vegna 0 skráninga

When

27/08/2022    
All Day

Event Type

Áætlað er að halda annað Íslandsmeistaramótið í Víðavangsbogfimi í ágúst 2022 á Egilstöðum (endanleg staðsetning óákveðin).

Skráningu er hægt að finna hér

Víðavangsbogfimi mót eru almennt haldin á mjög afslappaðan veg nánast göngutúr út í náttúruni með reglulegum stoppum til þess að skjóta á skotmörk.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá myndskeið um Víðavangsbogfimi frá heimssambandinu WorldArchery.

Fyrirkomulagið á mótinu verður einfalt með það að megin markmiði að kynna víðavangsbogfimi fyrir iðkendum og gefa afreksfólki í víðavangsbogfimi tækifæri til þess að keppa í sinni íþróttagrein hér á landi.

Á mótinu er keppnin tvær umferðir á 12 merktum vegalengdum, 36 örvar per umferð (samtals 72 örvar, 3 örvar per skotmark þannig að svipað og undankeppni í markbogfimi en tekur bara lengri tíma). Í opnum flokki, berboga, trissuboga og sveigboga. Engin útsláttarkeppni verður á mótinu. Verðlaun verða gefin út byggt á lokaskori úr undankeppni mótins.

Blue Peg Red Peg
Skotskífa Barebow Recurve and Compound
cm Metrar Metrar
20 5, 10, 15 10, 15, 20
40 15, 20, 25 20, 25, 30
60 30, 35, 40 35, 40, 45
80 40, 45, 50 50, 55, 60

Til að gefa þeim sem þekkja ekki til víðavangsbogfimi leiðbeiningar um hvernig slík mót fara fram eru nokkrar grunn upplýsingar hér fyrir neðan. (ef þú skilur ekki hvernig á að keppa skráðu þig bara við kennum þér á staðnum, þetta er mjög einfalt en virkar flókið þegar það er skrifað niður 😉)

Almennar upplýsingar

  • 3-4 manns eru settir saman í einn hóp.
  • Hver hópur byrjar á skilgreindu skotmarki (t.d. skotmarki 5).
  • Allir í hópnum skjóta sínum örvum á skotmarkið (t.d. skotmark 5).
  • Allir í hópnum labba svo saman að skotmörkunum og skora örvarnar.
  • Svo fara þeir saman að næsta skotmark í röðinni (t.d. skotmark 6).
  • Allir fara hringinn og enda við sama skotmark og þeir byrjuðu, til dæmis ef að hópur byrjar á skotmarki 12 þá er næsta skotmark 1, svo 2, svo 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10 keppninni er svo lokið þegar búið er að skjóta og skora á skotmark 11.
  • Á vellinum eru staurar í jörðinni við fjarlægðarmerkin sem segja til um hvar á að standa þegar skotið er. Standa innan 1 meters frá staurnum.

Hvernig er skorað í Víðavangsbogfimi.

  • Skorið er frá 1-6. Innsti guli er 6 stig.
  • Til að ákvarða hvort að skorið er hærra eða lægra sem liggur við línu er ekki kallað til dómara, það er meirihluti hópsins sem ræður því. Ef hópurinn er jafn þá er það hærra skorið.
  • Ekki er skotklukka eins og í markbogfimi, aðeins þegar að hópur er að valda óþarfa töf tekur dómari tímann á hópnum. Tíminn er 3 mínútur
  • 4 eru venjulega saman á skotmarki, viðmiðið með verkaskiptingu er:
    • 1A = Fyrirliði, stýrir hópnum í tíma og skilar skorblöðum til mótshaldara
    • 1B = Skorskráningar, sér um að fylla út eitt af skorblöðunum
    • 1C = Skorskráningar, sér um að fylla út hitt skorblaðið eða tablet
    • 1D = Sér um að merkja götin á skífuni og oft að draga örvarnar

Ef þú hefur spurningar eða ert í vandræðum með skráningu hafðu samband við BFSÍ bogfimi@bogfimi.is

Be the first to comment

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.