Bland í poka Útsláttarmót (fyrir allann aldur)

When

17/02/2019    
All Day

Event Type

Bland í poka er útsláttarmót þar sem allir skjóta á móti öllum, oft.

Mótið er Sunnudaginn 17. Febrúar og byrjar kl 10:00

Allur aldur og allir bogaflokkar geta tekið þátt.

Til að einfalda mótið eru allir að skjóta á 18 metrum á 40cm skífur (einstaklingar og lið velja og hengja skífurnar sjálf upp, annað hvort 40cm triple eða 40cm full face)

Við byrjum á 3 örva undankeppni til að raða fólki upp í útsláttarkeppnirnar. (já þetta er ekki villa við skjótum bara 3 örvum til að raða fólki upp í útsláttarkeppnirnar)

Það eru 3 útsláttar bracket.

Einstaklings útsláttur 1 – bæði kyn og allur aldur í sama bogaflokki. (40cm skífa stór tía, nema trissubogi með litla tíu)
Einstaklings útsláttur 2 – Bland í poka, allir á móti öllum. (40cm skífa lítil tía)
Liða útsláttur 3 – Bland í poka, allir á móti öllum. (40cm skífa stór tía)

Þannig að allir sem keppa fá að minnsta kosti 3 útslætti og flestir fleiri. (þannig að nánast eins og 3 keppnir)

Við höfum aldrei gert svona áður þannig að við vitum ekki hve löng keppnin verður 🙂

Það er hægt að keppa í mörgum bogaflokkum og má skrá sig oft í sama bogaflokk (ef þú getur skotið á mörgum stöðum á sama tíma og þú gætir endað á móti sjálfum þér eða með sjálfum þér í liði)

Það er MVP bikar í verðlaun fyrir einstaklinga bland í poka útsláttar sigurvegarann (að sjálfsögðu með bland í poka)

3 Heppnir þátttakendur vinna nýjann örvamæli frá Hoyt eða Easton. Dregnir af handahófi úr potti þeirra sem taka þátt.

Keppnisgjaldið er 8.000.kr per bogaflokk/skráningu og allur hagnaður mótsins verður notaður í að styðja bogfimi landsliðið.

Millifærið keppnisgjaldið á mótshaldarann. kt. 091182-3869 Rn. 0535-26-081012 eða borgið á staðnum.

Skráning er hér fyrir neðan og lokar 15 febrúar.

Be the first to comment

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.