Ungmenna deildin 2020

Date/Time
Date(s) - 31/01/2021
All Day

Categories


Athugið þessi deild er í þróun og er á grófu hugmyndastigi.

Keppnisfyrirkomulag og skífustærðir.

U21: 60 örvar á 18 metrum 40cm skífu
U18: 60 örvar á 18 metrum á 60cm skífu
U16: 60 örvar á 12 metrum á 60cm skífu
U14: 30 örvar á 9 metrum á 60cm skífu
U12: 15 örvar á 6 metrum á 60cm skífu

Keppt er í sveigboga, trissuboga (lítil tía) og berbogaflokkum. En bæði kyn keppa saman í öllum bogaflokkum.

Tímabil deildarinnar er Ágúst 2020 – Desember 2020.

Þátttaka.

Íþróttafélög taka þátt í mótaröðinni og þau senda inn skorblöð fyrir sína keppendur. Ef þú vilt taka þátt í mótaröðinni hafðu samband við íþróttafélagið þitt. Einnig verður tekið við skorblöðum frá ungmennum sem eru utan félaga (t.d. skólafélögum, skátafélögum og slíku). Sendið skorblöð inn til bogfimi@bogfimi.is. Skráning fer fram með því að senda inn skorblað.

Til að auðvelda félögum og ungmennum þátttöku í mótaröðinni geta félögin tekið skor sinna keppenda hvenær sem er mánaðarins en aðeins 1 skor í mánuði per keppanda.

Skorblað U21, U18, U16 og U14
Skorblað fyrir U12

Til þess að skor geti talist Íslandsmetahæft þarf að taka það hjá samstarfsdómurum um landið. Sjá lista af dómurum á bogfimi.is/domarar.

Þátttökugjald.

2.000.kr fyrir keppendur í U16, U18 og U21 flokkum per mánuð.
1.000.kr fyrir keppendur í U12 og U14 flokkum per mánuð.

Ungmenna landsliðið mun njóta góðs af innkoma BFSÍ vegna deildarinnar. Hún fer í að greiða niður ferðir þeirra á HM og EM.

Íþróttafélagið greiðir þátttökugjöld vegna sinna keppenda. Íþróttafélög geta greitt sjálf fyrir sína félagsmenn eða rukkað þá um keppnisgjöldin.

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.