Ungmenna deildin 2020

When

29/11/2020    
All Day

Event Type

Keppnisfyrirkomulag og skífustærðir.

U21: 60 örvar á 18 metrum á 40cm skífu
U18: 60 örvar á 18 metrum á 60cm skífu

U16: 60 örvar á 12 metrum á 60cm skífu
U14: 30 örvar á 6 metrum á 60cm skífu (ath breytt fyrirkomulag, U12 og U14 flokkar voru sameinaðir og settir á 6 metra)

Keppt er í kvenna og karla flokki sveigboga, trissuboga (lítil tía) og berbogaflokkum.

Lið félags samanstendur af 3 hæst skorandi keppendum í sama kyni, bogaflokki og aldursflokki.

Tímabil deildarinnar er Ágúst 2020 – Desember 2020.

Úrslitin fyrir hvern mánuð eru birt á ianseo.net

Þátttaka.

Íþróttafélög taka þátt í mótaröðinni og þau senda inn skorblöð fyrir sína keppendur. Ef þú vilt taka þátt í mótaröðinni hafðu samband við íþróttafélagið þitt.

Til að auðvelda félögum og ungmennum þátttöku í mótaröðinni geta félögin tekið skor sinna keppenda hvenær sem er mánaðarins en aðeins 1 skor í mánuði per keppanda.

Skorblað Ungmennadeild U21-U18-U16

Skorblað Ungmennadeild U14

Skor geta talist Íslandsmetahæf ef dómari með virk réttindi stýrir skortöku og skrifar undir skorblaðið. Sjá lista af dómurum með virk réttindi á bogfimi.is/domarar.

Ef félagið þitt er ekki með dómara en áhugasamur einstaklingur er í félaginu hafið samband við asdis@bogfimi.is

Þátttökugjald.

FYRSTA ÁRIÐ (SEMSAGT 2020) Á UNGMENNADEILDINNI VERÐUR FRÍTT. En í framtíðinni mun þátttaka mögulega kosta (líklega 1.000.kr fyrir hvern keppanda í U16, U18 og U21 flokkum. En frítt fyrir U14 keppendur)

Ungmenna landsliðið mun njóta góðs af innkomu BFSÍ vegna deildarinnar.

Íþróttafélagið greiðir þátttökugjöld vegna sinna keppenda til BFSÍ.

Hugmyndin á bakvið deildina er:

  1. Að verðlauna yngra íþróttafólk á öllum getustigum sem eru að taka þátt og bæta sína frammistöðu.
  2. Að auðvelda skammtíma markmiðasetningu fyrir yngra íþróttafólk og að halda þeim virkum á öllum landssvæðum.
  3. Að gefa yngra íþróttafólki vettvang til þess að keppa sín á milli reglulega um allt land án ferðakostnaðar.
  4. Að auka þróunarstig íþróttafélaga í innra skipulagi.
  5. Að styrkja félagsanda í íþróttinni.
  6. Að minnka kostnað afreks ungmenna við þátttöku í erlendum stórmótum.
  7. Að aðstoða við hæfileikaleit og mælikvarða BFSÍ.
  8. Að fjölga landsdómurum innan íþróttafélaga.
  9. Að gefa BFSÍ betri innsýn inn í ungmennastarf íþróttafélagana.

Be the first to comment

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.