Austuland Open Indoor 2019 – Egilstaðir

When

17/11/2019    
13:00 - 16:00

Event Type

Austurland Open Indoor verður haldið í fjölnotahúsinu(íþróttahúsinu) Fellabæ á Egilstöðum. 13:00-16:00

Þetta er ekkert alvarlegt mót þetta er gert til að hafa gaman af þessu og allir sem stunda bogfimi á svæðinu velkomnir til að taka þátt sama hvað getustigið er.

Þátttökugjaldið er ekkert og skráningin er á staðnum þegar mótið byrjar.

Guðmundur Örn Guðjónsson heimsálfudómari og heimsþekktur bogamaður (fyrir að vera skrítinn) kemur á föstudags morguninn og mun aðstoða/þjálfa á æfingum á föstudeginum 18-20 og laugardeginum 14-16.

Einnig er möguleiki á því að þeir sem hafa áhuga á læra dómgæslu og verða dómarar á Íslandi geti gert það með Gumma á meðan hann er á staðnum. Hann er upprunalega frá Skuggahlíð í Neskaupstað og mun nota tækifærið í að kíkja á fjölskylduna.

Hægt er að hafa samband við Harald Gústafsson (SKAUST) til að fá upplýsingar um viðburðinn.

Niðurstöður mótsins verður hægt að finna hér http://www.ianseo.net/Details.php?toid=6490

Keppt verður í trissuboga, berboga og sveigboga flokkum, karla og kvenna. 60 örvar

50ára og eldri (50+), Opinn flokkur og Undir 21(U21) keppa á 18metrum á 40cm skífu (triple eða full face)
Undir 18 (U18) keppa á 18 metrum á 60cm skífu
Undir 16 (U16) keppa á 12 metrum á 60cm skífu.
Littla tían er notuð fyrir trissuboga.

Nýlega hefur verið tekin í gagnið Austurlandsmetaskrá í bogfimi og því gert ráð fyrir að það verði nokkur Austurlandsmet sem verða slegin á mótinu. Hægt er að finna metaskrá hér https://archery.is/skaust-og-austurland/

 

Be the first to comment

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.