European Championships 2016 Utandyra og Ólympíu sætis keppni

Evrópumótið Utandyra var haldið í síðustu viku og voru 10 Íslenskir keppendur skráðir til keppni.

Þess má geta að það voru 44 þjóðir að keppa, hver þjóð má aðeins senda 3 manneskjur í hvern flokk þannig að hámarkið sem hver þjóð má senda er 12 manns, aðeins 9 þjóðir sendu fullt lið í keppnina. Ísland notaði 10 af þeim 12 sætum sem við áttum, það voru 4 aðrar þjóðir sem sendu 10 manns og engin sem sendi 11 manns. Samkvæmt því er Ísland orðin ein af 15 stærstu bogfimiþjóðum í Evrópu, sem er gífurlegur árangur, sérstaklega miðað við það að þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingar taka þátt í Evrópumóti utandyra.

Nánari úrslit af mótinu er hægt að finna á eftirfarandi vefsíðum.

IANSEO.NET
WORLDARCHERY.ORG

Merkilegir hlutir sem gerðust á mótinu voru meðal annars.

Í útsláttarkeppninni var Kristmann valinn í sjónvarpaðann útslátt á móti Duncan Busby (eða doughnut eins og hann er kallaður). Krissi fékk nicknamið “Iceman” frá anouncernum. “Kristmann the Iceman Einarsson”. Krissi tapaði útslættinum með littlum mun og endaði hann á 10,10,10 skori í síðustu umferðinni.

Trissuboga kvenna liðið stóð sig flott og endaði í 9 sæti eftir útsláttarkeppnina. Stelpurnar voru í 12 sæti í undankeppninni. Það er awesome að eiga allavega eitt lið frá Íslandi í top 10 í Evrópu. Eftir þetta mót er Íslenska Trissuboga kvenna liðið í 33 sæti á heimslistanum.

Astrid vann fyrsta útsláttinn sinn við Eriku Aneer frá Danmörku og Astrid er því komin í 110 í world ranking/heimslistanum, og þar sem flest utandyra mótin voru snemma á þessu ári á hún líklega eftir að skríða í top 100 í heiminum þegar eldri mót detta út úr listanum.

Sigurjón vann fyrsta útsláttinn sinn við Jeff Henckels frá Lúxemborg á frábærann máta 6-0. Sigurjón tapaði útslætti númer 2 með ör sem var aðeins örfáum millimetrum fyrir utan 9 og endaði sá útsláttur 6-4 og Sigurjón lenti í 33.sæti. Ísland fékk því ekki Ólympíusæti að þessu sinni en við höfum aldrei verið jafn nálægt því í bæði kvenna og karla flokki að ná sæti. Astrid var að keppa í kvenna flokki í Ólympíukeppninni og var í sama sæti 33.sæti. Saga Sigurjóns er ekki lokið, hann mun reyna aftur við Ólypíusæti á heimsbikarmótinu í Antalya í Júní.

Astrid keppti í báðum flokkum, sveigboga kvenna og trissuboga kvenna.

Guðjón, Astrid og Sigurjón unnu fyrsta útsláttinn sinn í sínum ferli á alþjóðlegu stórmóti.

 

Úrslitin úr qualification (undankeppninni) eru hér fyrir neðan. Top 104 einstaklingarnir fara í útsláttarkeppnina.

Smá útskýring á tölunum, fyrsta talan er sætið sem einstaklingurinn lenti í, svo kemur nafnið, fáninni, fyrsta umferð 36 örvar, önnur umferð 36 örvar, svo magn af X + 10 og svo magn af X og síðasta talan er skorið.

Sveigbogi Karla

94 Sigurjon Sigurdsson ISL flag 300 / 297 13 1 597
100 Gudmundur Orn Gudjonsson ISL flag 296 / 286 12 5 582
110 Carlos Gimenez ISL flag 259 / 253 3 0 512

Sveigbogi Kvenna

68 Astrid Daxbock ISL flag 242 / 234 4 2 476

Trissubogi Karla

61 Gudjon Einarsson ISL flag 333 / 324 28 10 657
68 Kristmann Einarsson ISL flag 313 / 317 16 7 630
69 Daniel Sigurdsson ISL flag 316 / 313 18 6 629

Trissubogi Kvenna

36 Helga Kolbrun Magnusdottir ISL flag 319 / 320 24 8 639
46 Margret Einarsdottir ISL flag 301 / 299 14 3 600
47 Astrid Daxbock ISL flag 268 / 299 8 4 567

 

Úrslitin eftir að útsláttarkeppninni var lokið eru hér fyrir neðan.

Sveigbogi Karla

57 Gudmundur Orn Gudjonsson ISL flag (100) 1R 0:6 Pawel Marzec POL flag (13)
57 Sigurjon Sigurdsson ISL flag (94) 1R 1:7 Florian Kahllund GER flag (19)
110 Carlos Gimenez ISL flag (110)

Sveigbogi Kvenna

57 Astrid Daxbock ISL flag (68) 1R 0:6 Sophie Planeix FRA flag (45)

Trissubogi Karla

33 Gudjon Einarsson ISL flag (61) 2R 139:145 Ivan Markes CRO flag (13)
57 Kristmann Einarsson ISL flag (68) 1R 140:142 Duncan Busby GBR flag (45)
57 Daniel Sigurdsson ISL flag (69) 1R 135:137 Darrel Wilson IRL flag (44)

Trissubogi Kvenna

17 Astrid Daxbock ISL flag (47) 2R 130:141 Inge Van Caspel NED flag (15)
33 Margret Einarsdottir ISL flag (46) 1R 127:143 Velia Schall GER flag (19)
33 Helga Kolbrun Magnusdottir ISL flag (36) 1R 137:139 Laila Fevang Marzouk NOR flag (29)

 

Loka úrslitin úr keppninni um Ólympíusæti eru hérna fyrir neðan.

Sveigbogi Karla
Sigurjón Sigurðsson 33.sæti í útsláttarkeppninni
Guðmundur Örn Guðjónsson 57.sæti í útsláttarkeppninni.
Carloz Gimenez Tók ekki þátt.

Sveigbogi Kvenna
Astrid Daxböck 33.sæti.

Í liðakeppninni á Evrópumeistarmótinu voru skorin og úrslitin eftir farandi.

Trissubogalið karla

19 Iceland ISL flag 62 23X 1916

Sveigbogalið karla

29 Iceland ISL flag 28 6X 1691

Trissubogalið kvenna

12 Iceland ISL flag 46 15X 1806
9 Iceland ISL flag (12) 1R 208:220 France FRA flag (5)

Trissubogalið Mixed team (blönduð liðakeppni)

20 Iceland ISL flag 52 18X 1296

Sveigbogalið Mixed team (blönduð liðakeppni)

29 Iceland ISL flag 17 3X 1073