Eowyn með 2 titla á Íslandsmóti ungmenna

Eowyn Marie Mamalias í Bogfimifélaginu Hróa Hetti í Hafnarfirði tók Íslandsmeistaratitilinn í U18 og U21 trissuboga kvenna um helgina.

Eowyn lenti í úrslitum í báðum aldursflokkum á móti Önnu Maríu Alfreðsdóttur úr Íþróttafélaginu Akri.

Í U18 úrslitum vann Eowyn vinkonu sína Önnu 140-136.

Í U21 úrslitum á sunnudeginum voru báðar stelpurnar með hærra skor og Eowyn vann 142-138. Það sem gerir það óvenjulegt er að í U18 flokki er keppt á 60cm skotskífu en í U21 flokki er keppt á 40cm skotskífu og því óvenjulegt að skora hærra þar sem erfiðara er að hitta. Því ljóst að í U21 keppninni voru báðar stelpurnar í góðum gír.

Hægt er að sjá úrslitin úr U21 úrslitum hér fyrir neðan.

 

Íslandsmótið var haldið í Bogfimisetrinu í Reykjavík 15-16 febrúar af ný stofnuðu Bogfimisambandi Íslands.

Hægt er að finna heildarúrslit mótsins á ianseo.net og sjá beina útsendingu af úrslitum mótsins á archery tv Iceland rásinni á youtube.