Eowyn Marie Mamalias varði Íslandsmeistaratitilinn í trissuboga kvenna og tók 2 Íslandsmet í U21

Eowyn Marie Mamalias í BF Hróa Hetti varði titil sinn frá 2019 í dag á Íslandsmeistaramótinu í bogfimi innanhúss 2020.

Mótið var haldið 14-15 mars í Bogfimisetrinu í Reykjavík og sýnt var beint frá viðburðinum á “archery tv iceland” youtube rásinni.

Eowyn sat hjá í fjórðungsúrslitum og sigraði svo Erlu Marý Sigurpálsdóttir örugglega 143-137 í undanúrslitum. Eowyn lenti því á móti Ewa Ploszaj úr BF Boganum í gull úrslitum. Þar vann Eowyn nokkuð öruggann sigur 139-137. Í útsláttarkeppni er skotið 15 örvum og sá keppandi sigrar sem er með hærri stig í lokin (hæstu stig eru 10 per ör).

Eowyn bætti einnig naumlega 2 af Íslandsmetunum sínum í U21 trissuboga kvenna. Íslandsmetið í undankeppni U21 trissuboga kvenna með skorið 565 metið var áður 563 og Íslandsmetið í útsláttarkeppni U21 trissuboga kvenna með 1 stigi 143 stig gamla metið var 142 stig. Eowyn er á síðustu árum búin að vera yfirgnæfandi í yngri flokkum trissuboga kvenna og hefur sett sig hátt í opnum flokki. Meðal annars með því að taka Íslandsmeistaratitilinn innandyra í ár og í fyrra.

Anna María Alfreðsdóttir í ÍF Akur tók bronsið í trissuboga kvenna á mótinu.

Hægt er að sjá heildar úrslit af mótinu á ianseo.net skorskráningar kerfi bogfimi heimssambandsins.

http://www.ianseo.net/Details.php?toId=6536