Einar Thoroddsen Skúlason.

Þú heitir?
Einar Thoroddsen Skúlason.

Við hvað starfaðu?
Bifvélavirki hjá Max 1.

Menntun þín?

Er á seinustu önn í bifvélavirkjun.

Hvað ertu gömul/gamall og hvaða stjörnumerki ertu?
Ég verð 28 ára í september og er meyja.

Hvar býrðu og/eða hvaðan ertu?
Ég er frá Eyrarbakka og bý núna í Reykjavík.

Uppáhalds drykkurinn?
Tvöfaldur Cappucino.

Ertu í sambandi?
Já.

Hvað hefurðu stundað bogfimi lengi?
Ég er búinn að stunda bogfimi núna í eitt ár.

Í hvaða bogfimifélagi ertu?
Ég er í bogfimifélaginu Boginn.

Hver er þín uppáhalds bogategund?
Langbogi og Bearbow

Hvaða boga ertu mest að skjóta núna, hvaða tegund og hvaða dragþyngd er hann osfrv?
Ég er að skjóta með boganum mínum sem er:  Millenium Metis longbow.  Hann er 64“ langur og er 35 pund í dragþyngd.

Eftirminnilegasta atvikið í bogfiminni?
Þegar einhver spurði eigandann hversu langt hann drífi með boga þannig að hann athugaði það… og kastaði boganum :p

Hvað mætti gera betur í bogfimi á Íslandi?
Allavega eitt útisvæði í viðbót, helst í bakgarðinum heima.

Hvað er gert vel í bogfimi á Íslandi?
Þetta er haft skemmtilegt, öruggt og góður félagskapur.

Hver er þinn helsti keppinautur eða keppinautar?
Pæli lítið í því.  Fyrst og fremst er þetta fyrir mér skemmtilegt, s.s. hobby og íþrótt seinna.

Hvert er markmiðið þitt?
Eiga allavega 5-20 boga, nóg af örvum, smellhitta á það sem ég miða á, sérstaklega ef ég eignast dóttir og hún komin á unglings aldur og farin að koma með stráka heim 😉

Um þig (lýstu þér sjálfum í nokkrum orðum, eins og til dæmis þinn besti árangur í bogfimi, hvað finnst þér skemmtilegt að gera eða borða eða hvað sem er sem lýsir þér)?
Er rólegur í mínu hversdags lífi, sem sagt búinn með djamm tímabilið, nýt þess að læra eitthvað nýtt, sérstaklega í bíliðnaðinum og bogfimi.  Einnig lærði ég salsa og bachata í tvö ár og var fenginn til að kenna smá þar.  Finnst æðislegt að spila á gítar, frekar rafmagnsgítar, læra ný lög og hlusta á gamalt og gott eins og Led Zeppelin, Deep Purple o.fl.  Einnig er fínt að skella „lamb of god“ eða „Symphony X“ í tækið.

Hvað er að nýjasta sem þú persónulega hefur lært í bogfimi í tækni (eða hvað ertu að prófa núna)? 
Ég er að finna besta staðinn til að leggja höndina á kinnina þegar ég miða með langboga.  Einnig er ég að prufa að miða með annað hvort bæði augun opinn eða bara eitt auga opið.

Hvað er að nýjasta sem þú persónulega hefur lært í bogfimi í stillingum á búnaði? 
Fínt er að snúa upp á strenginn áður en maður strengjar upp bogann til að fá aðeins meiri dragþyngd.

Eru einhver önnur skilaboð sem þú vilt koma til þeirra sem þetta lesa?
Ef þið hafið ekki prufað bogfimi, endilega prufa.  Þetta er æðislegt áhugamál eða íþrótt og frábært fólk fylgir með í lífinu.

Dettur þér einhver önnur skemmtileg spurning sem mætti vera á þessum spurningalista?
Í hvernig nærbuxum ertu ???