Dómaranámskeið og góð leið til að læra meira um reglur og keppnir

Dómaranámskeið verður haldið 30.Janúar á mánudegi kl:18:20 í Bogfimisetrinu Duggvogi 2 Reykjavík og er eitt kvöld, kökur og gotterí í boði hússins. Þetta er daginn eftir að Reykjavík International Games 2017 í bogfimi lýkur.

Guðmundur Örn Guðjónsson kennir. Ólafur Gíslasson skipuleggur og Astrid Daxböck sér um vetingar 😉

Námskeiðsefni er unnið úr reglubókum og dómarahandbók Worldarchery sem er búið að þýða yfir á Íslensku.

Verðið er 0.kr og það er enginn þörf á fyrri þekkingu úr bogfimi íþróttinni, en það er auðeldara að skilja margt ef einstaklingarnir hafa einhverja reynslu eða þekkingu á íþróttinni 🙂

Við mælum einnig með að keppendur sem vilja fræðast meira um mótareglur og slíkt til að vera betur undirbúinir fyrir keppnir mæti líka þar sem það er mikið af góðum upplýsingum sem farið er yfir á námskeiðinu sem getur komið sér vel að vita.

Einnig verður hægt að taka þátt á námskeiðinu í gegnum skype eða sambærilega þjónustu gegnum netið fyrir þá sem eru erlendis eða komast ekki í borgina á þessum tíma. Þeir geta þá tekið dómaraprófið næst þegar þeir koma í bæinn.

Við mælum með því að lesa reglubækur worldarchery sem er að finna hér en það er ekki skilyrði. Við mælum líka með því að lesa handbók bogfimidómara, svörin við öllum spurningunum á prófinu er hægt að finna í dómarahandbókinni og þeir sem taka prófið mega hafa dómarahandbókina við hendina meðan prófið er gangi.

Þeir sem vilja koma á námskeiðið geta skráð sig hér fyrir neðan.