Daníel Sigurðsson.

Þú heitir?
Daníel Sigurðsson.

Við hvað starfaðu?
Ég er pípari en tek að mér hönnun á td. Baðherbergjum og sé um allar framkvæmdir eins og smíði, flísalögn, múrvinnu ofl.

Menntun þín?
Ég er lærður pípulagningameistari en einnig hef ég lokið námi í ljósmyndun, upplýsinga og fjölmiðlafræði, listnám, kennslufræði ofl. Svo er ég með ýmis kennslu og þjálfararéttindi í sambandi við íþróttir.

Hvar býrðu og/eða hvaðan ertu?
Ég bý í Breiðholtinu en er uppalin á Suðurnesjum.

Uppáhalds drykkurinn?
Ætli það sé ekki bara íslenska vatnið, en góður kaffibolli eða heilsusafi er góð tilbreyting.

Ertu í sambandi?
Nei ég er á lausu.. svona ef einhver hefur áhuga 😉

Hvað hefurðu stundað bogfimi lengi?
Ég tók bogfiminámskeið hjá ÍFR 2009 en byrjaði ekki að stunda bogfimi fyrr en páskana 2013 svo það er komið eitt ár núna.

Í hvaða bogfimifélagi ertu?
Ég er í Boganum.

Hver er þín uppáhalds bogategund?
Ætli sveigboginn sé ekki í uppáhaldi núna því mér gengur best á honum í augnablikinu, en það getur breyst.

Hvaða boga ertu mest að skjóta núna, hvaða tegund og hvaða dragþyngd er hann osfrv?
Ég er að skjóta trissuboga og sveigboga til skiptis, reyni að æfa báða jafnt.
Trissuboginn er Hoyt ProComp Elite 2014, draglengd 28.5“ og dragþyngd 55# á honum er Axcel sigti og Viper scope ásamt Fuse Blade ES stöngum.
Sveigboginn er Hoyt Formula Ion-X 25“ með Hoyt Quattro carbon foam örmum 32# og Winners Choice streng, á honum eru Fuse Blade ES stangir og eftir viku verður Axcel sigti á honum með Behman sigtis pinna.

Eftirminnilegasta atvikið í bogfiminni?
Ætli það sé ekki bronsverðlaunin sem ég fékk á ÍM í sveigboga um síðustu helgi, annars man ég mjög vel eftir því þegar ég fékk nýju örvarnar mínar fyrir trissubogan og skaut einni beint í vegg og skemmdi hana þegar ég var að stilla bogann.

Hvað mætti gera betur í bogfimi á Íslandi?
Það sem helst þarf að bæta er útiaðstaða fyrir bogfimi ásamt inniaðstöðu þar sem hægt er að æfa án truflunar frá almenningi.

Hvað er gert vel í bogfimi á Íslandi?
Það er flest vel gert, bara opnun bogfimisetursins gjörbreytti bogfimi á Íslandi, nú vantar bara að stækka það því aðsóknin er svo mikil

Hver er þinn helsti keppinautur?
Ég keppi bara við sjálfan mig, en svo er alltaf gaman að vinna Krissa og Guðjón

Hvert er markmiðið þitt?
Mitt markmið er að ná Ólympíulágmarki utanhúss fyrir leikana 2016, en til þess þarf utanhúss aðstöðu.

Um þig (lýstu þér sjálfum í nokkrum orðum, eins og til dæmis þinn besti árangur í bogfimi, hvað finnst þér skemmtilegt að gera eða borða eða hvað sem er sem lýsir þér)?
Ég er þessi rólega þögla týpa, nema meðal fólks sem ég þekki vel en þá get ég kjaftað, vinur vina minna og alltaf tilbúinn að hjálpa öllum, finnst gott a borða og er bara nokkuð góður að elda líka, annars hef ég gaman af eiginlega flestu nema fólki í fýlu.

Eru einhver önnur skilaboð sem þú vilt koma til þeirra sem þetta lesa?
Lífið er stutt og á endanum er það sem við gerum ekki það eina sem við sjáum eftir, svo prófið allt allavegna einusinni, hver veit nema það sé gaman

Dettur þér einhver önnur skemmtileg spurning sem mætti vera á þessum spurningalista?
Já, til dæmis hvernig undirbýrðu þig fyrir mót ?
Fólk hefur mjög mismunandi siði þegar kemur að mótaundirbúningi, ég td. Á það til að taka mér frí frá íþróttinni í nokkra daga fyrir mót og hætta algjörlega að hugsa um íþróttina, mæti svo úthvíldur og stresslaus í mótið, gott nudd 2 dögum fyrir mót er svo bara til að bæta árangurinn

Ég á engar myndir af mér með boga, kannski er eitthvað svoleiðis til í Bogfimisetrinu en hér er allavegna mynd af mér með annað dót og svo læt ég eina listræna fylgja með sem ég tók þegar ég var í ljósmyndanámi.