Daníel Baldursson í 17 sæti á EM U21 einstaklinga og keppir með trisssuboga karla U21 liði í 8 liða úrslitum gegn Danmörku á morgun

Evrópumeistaramót innandyra er núna í gangi í Lasko í Slóveníu. Stór hópur Íslenskra keppenda er að keppa á mótinu og gengið hefur verið ágætt.

Í einstaklingskeppni var Daníel í 27 sæti í undankeppni trissuboga karla U21 með skorið 554 og endaði því á móti Tim Jevsnik frá Slóveníu sem var í 6 sæti í undankeppni. Í útsláttarkeppni vann Tim gegn Daníel 147-135 og Daníel er því dottinn út af EM í einstaklings keppni og endaði í 17 sæti í lokaniðurstöðum. Fínasta frammistaða á fyrsta alþjóðlega stórmóti hans.

Í trissuboga liðakeppni U21 á fimmtudaginn mun Daníel ásamt liðsfélögum sínum keppa á móti Danmörku í 8 liða úrslitum. Það verður erfiður leikur þar sem Danska liðið var með hæsta skorið á EM og Mathias Fullerton í Danska liðinu er í öðru sæti á heimslista fullorðinna (semsagt annar besti í heimi óháð aldri), hann vann silfur á EM utandyra fullorðinna og silfur á HM ungmenna. Danmörk hefur lengi verið mjög sterkir í trissuboga flokkum í bogfimi í heiminum.

Daníel er úr Skotfélagi Austurlands (Skaust) í UÍA.

Fínasta frammistaða á fyrsta alþjóðlega stórmóti hans.