Dagur rís aftur og tekur U21 Íslandsmeistaratitilinn

Dagur Örn Fannarsson í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi tók alla 3 Íslandsmeistaratitlana sem honum stóðu til boða á Íslandsmóti ungmenna um helgina.

Dagur tók sér pásu frá bogfimi á meðan að mesta Covid ástandið var í gangi og snéri aftur til æfinga síðasta sumar og er að mestu búinn að vinna “ryðið” af sér eftir pásuna. En Dagur var Íslandsmeistari í opnum flokki (fullorðinna) innandyra 2020. Þetta var síðasta ár Dags í U21 flokki en hann er tvítugur á árinu.

Dagur vann 2 titla í liðakeppni á mótinu. Íslandsmeistaratitilinn í liðakeppni ásamt liðsfélaga sínum Oliver Ormar Ingvarssyni, en þeir slóu einnig Íslandsmet í liðakeppni U21 karla, og Íslandsmeistaratitilinn í parakeppni (mixed team) ásamt liðsfélaga sínum Marín Anítu Hilmarsdóttur.

Í gull úrslitum einstaklinga vann Dagur Örn öruggan sigur gegn Georg Rúnar Elfarssyni úr Bogfimifélaginu Hróa Hetti 6-0. Georg skoraði góða umferð í lotu 2 með 27 stig en það var ekki nóg gegn Degi sem sýndi enga miskun með 28 stig og tók því það sett og Íslandsmeistaratitilinn.

Oliver Ormar Ingvarsson í BF Boganum tók brons í sveigboga karla á mótinu.

Íslandsmót ungmenna innanhúss er haldið í tveim hlutum. Íslandsmót U16/U18 var haldið á laugardaginn 30. október og Íslandsmót U21 var haldið á sunnudaginn 31. október. Bæði mótin voru haldin í Bogfimisetrinu Dugguvogi 2 í Reykjavík.

Hægt er að finna frekari upplýsingar um mótið hér: