Dagur Örn Fannarsson íþróttamaður ársins í bogfimi 2020

Dagur Örn Fannarsson 19 ára í Bogfimifélaginu Boganum var valinn bogfimimaður ársins 2020. Dagur Örn tók Íslandsmeistaratitilinn innandyra með gífurlegum yfirburðum. Hann var hæstur í undankeppni og tapaði aðeins 1 stig í öllum úrslitaleikjum mótsins. Hann var einnig hæstur í undankeppni á Íslandsmeistaramóti utanhúss.

Dagur Örn byrjaði í bogfimi 2018 og því mikil framför á stuttum tíma.

Þetta er í fyrsta sinn sem Dagur Örn keppir á Íslandsmeistaramótum í opnum flokki og hefur strax sett sig fram sem framúrskarandi íþróttamann. Þetta er einnig fyrsta sinn sem hann er tilnefndur og valinn íþróttamaður ársins í bogfimi.

Dagur Örn sló tvö einstaklings íslandsmet í U21 flokki á árinu, seinna metið var 553 stig sem setur hann meðal top fimm hæst skorandi sveigboga karla innandyra í bogfimi á Íslandi frá því að skráningar hófust. Dagur sló einnig fimm liðamet með félagsliði sínu.

Áætlað var að senda Dag á EM-, NM- og Evrópubikar ungmenna ásamt fleiri erlendum mótum. Því miður kom heimsfaraldur í veg fyrir það þar sem öllum alþjóðlegum bogfimimótum var aflýst. Einstaklega leitt þar sem Dagur var talinn sigurstranglegur á NM ungmenna.

Marín Aníta Hilmarsdóttir var valin íþróttakona ársins í bogfimi, Dagur og Marín kepptu og unnu saman Íslandsmeistaratitil í parakeppni félagsliða fyrir Bogfimifélagið Bogann á Íslandsmótinu utanhúss 2020. Það var í fyrsta sinn sem keppt var í parakeppni félagsliða á Íslandsmeistaramóti.

Þau voru einnig bæði í hæfileikamótun BFSÍ á árinu og náðu lágmörkum fyrir landslið/ungmennalandslið 2021.

Ýmsar fréttir um Dag Örn á tímabilinu.

https://archery.is/dagur-orn-fannarsson-islandsmeistari-bogfimi/
https://isi.is/frettir/frett/2020/07/14/Bogfimi-med-instagram/
https://boginn.is/bf-boginn-islandsmeistari-i-tvilidakeppni/

Einnig er hægt að finna aðrar fréttir á archery.is