Bogfimi á Víkingahátið 2019

Víkingahátíðin í Hafnarfirði verður haldin daganna 13 – 17 júní n.k. á Víðistaðatúni.  Hátíðin verður undir stjórn víkingafélagsins Rimmugýgjar. Á hátíðinni verða bardagasýningar, leikjasýningar, sögumenn, bogfimi, handverk, markaður og víkingaskóli barna, veitingar verða til sölu á svæðinu. Rétt er að vekja athygli á því að á dagskrá hátíðarinnar er bogfimikeppni með víkingabogum.  Vösk sveit víkinga úr Rimmugýgi hefur verið við æfingar í  Bogfimisetrinu í allan vetur þannig að búast má við hörku bogfimikeppni.  Aðgangur á hátíðina er ókeypis. Hérna er tengill á dagskrá hátíðarinnar.