Bogfimi á ungmennamóti UMFÍ 2022

Ungmennamót UMFÍ verður haldið daganna 29 – 31 júlí 2022 á Selfossi. Bogfimi er meðal keppnisgreina á mótinu þann 30. júlí. Keppt er í tveimur aldursflokkum óháð kyni: 11 – 14 ára og 15 – 18 ára. Bogaflokkarnir eru: sveigbogi, trissubogi og berbogi. Nánari upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu mótsins.

Vert er að geta svo að engin misskilingur verði að Unglingalandsmót UMFÍ er almennt ekki miðað á ungmenni sem stunda bogfimiíþróttir á Íslandi og er meira til kynningar/gamans og sem leikur fyrir ungmenni sem eru að prófa íþróttina í fyrsta skipti. Því eru aldursflokkar, fjarlægðir og skífustærðir á unglingalandsmótinu ekki þær sem notaðar eru í bogfimiíþróttum venjulega innan Bogfimisambands Íslands s.s. á Íslandsmótum ungmenna og reglur tengdar bogfimiíþróttum hjá BFSÍ gilda ekki á þessu móti þar sem það er utan vébanda BFSÍ.

En öllum er velkomið að taka þátt sem langar.