Bland í poka. Hver vann?

Bland í poka útsláttarmót var haldið síðasta Sunnudag

Mótið gekk vel en var mjög flókið að skilja og við vitum ekki enn hver vann lol.

Mótið var haldið til að gefa fólki sem var að koma á ungmenna og masters Íslandsmótið möguleika að keppa á öðru móti.

Á sama tíma var þetta mót reynsla fyrir Gumma svo að hann geti ýtt á alla takkana í ianseo kerfinu og nota það á vegu sem var ekki gert ráð fyrir áður. Við lærðum ýmislegt sem hentar fyrir framtíðina upp á liðakeppni á Íslandsmótum.

Allir þeir sem tóku þátt unnu einhver búnaðar verðlaun, örvamæla, clickers, æfingarteygjur og alskonar dót. (Afþví að Gummi gleymdi að kaupa bland í poka fékk fólk bland í poka af búnaði 🙂

Aðeins voru 10 sem tóku þátt en það var sökum skammstíma sem mótið var skipulagt og afþví að flestir skyldu ekki hvernig mótið virkaði.

Hægt er að finna heildarúrslit mótsins hérna http://www.ianseo.net/Details.php?toId=5152

Við gerðum 5 manna liðakeppni, 2 manna liðakeppni, konur á móti körlum og alskonar. Eitt útsláttar bracketið var allir á móti öllum og þar vann Alfreð Birgisson.