Bogfimisamband Íslands leitar að gömlum farsímum eða spjaldtölvum sem hægt er að nota til skorskráninga á mótum BFSÍ

Verkefnið er hluti af smíði umhverfis og sjálfbærnisstefnu BFSÍ sem áætlað er að verði birt á árinu 2022.

Endurnýting gamalla raftækja í mótahald

Stefna BFSÍ er að nota eftir fremsta megni gömul raftæki, sem annars væri fargað, á viðburðum sambandsins. S.s. með því að leita reglubundið til aðildarfélaga og iðkenda þeirra að endurnýta gamla farsíma/spjaldtölvur til skorskráninga á mótum BFSÍ. Með endurnýtingu þessara raftækja sparar það náttúruauðlindir sem fara í framleiðslu nýrra slíkra tækja.

Mögulegt er að koma slíkum gefins raftækjum til skila með því að skilja þau eftir í afgreiðslu Bogfimisetursins í Dugguvogi 2, 104 Reykjavík, merkt BFSÍ.

Líklegt er að einhverjir fái ný tæki í jólagjöf og því frábært tækifæri til þess að endurnýta eldri tækin á þennan veg.