Ásgeir Ingi Unnsteinsson nær fyrsta stigi af Alþjóðlegum þjálfararéttindum innan World Archery/BFSÍ

Ásgeir Ingi Unnsteinsson úr ÍF Akur sat fyrsta stigs alþjóðlegt þjálfaranámskeiði á vegum WA, BFSÍ og OS í vikunni með góðum árangri. Ásgeir var með 18 af 20 stigum í mati á lokadegi námskeiðsins sem samsvarar 9.5 í einkunn sem er mjög vel af sér vikið. Til að ná mati þurfti að fá a.m.k. 12 af 20 mögulegum stigum.

Ásgeir starfaði lengi sem þjálfari innan UMF Eflingar, en er nýlega búinn að skipta bæði um félag yfir í ÍF Akur og um keppnisgrein úr sveigboga yfir í trissuboga. Hann er því vel búinn til þess að aðstoða við uppbyggingu íþróttarinnar á öllu norðurlandi í nokkrum keppnisgreinum.

Endanleg staðfesting og skírteini munu berast frá WA á næstu vikum eftir að skýrsluskilum og viðeigandi form hafa verið fyllt út. Alþjóðlegu þjálfararéttindin gilda í fjögur ár og svo er krafa um endurmenntun, líklega í formi uppbótarnámskeiðs, en ólíklegt að þess þurfi hjá þessum þjálfara þar sem áætlað er að hann muni taka þátt á stig 2 námskeiði World Archery sem áætlað er að verði haldið í ágúst 2023.

Þjálfaranámskeið stig 1 heimssambandsins World Archery (WA) var haldið af Bogfimisambandi Íslands í Bogfimisetrinu dagana 2-7 ágúst. Námskeiðið var haldið í samstarfi við ÍSÍ og Ólympíusamhjálpina (Olympic Solidarity (OS)) sem stendur undir meirihluta kostnaði námskeiðsins. Þjálfarakennari World Archery á námskeiðinu var Christos Karmoiris frá Grikklandi. Prófdómarar World Archery á námskeiðinu voru Christos og Guðmundur Örn Guðjónsson Íþróttastjóri BFSÍ sem þriðja stigs WA þjálfaramenntaður.

Frekari fréttir af námskeiðinu er hægt að finna á archery.is