Ásdís að dæma á sínu fyrsta Íslandsmóti

Ásdís náði landsdómaraprófinu í mars á þessu ári með 100% skor á skorkafla og er búin að dæma á nokkrum minni mótum síðan þá.

Þetta er í fyrsta sinn sem hún dæmir sem yfirdómari á Íslandsmeistaramóti. Ásdís var í úttekt á verklega hluta landsdómara prófsins af Guðmundi Guðjónssyni (heimsálfudómara) og Ingólfi Rafn Jónssyni (iðnasta landsdómara landsins) á Íslandsmóti ungmenna og öldunga sem var á föstudaginn síðasta.

Í dag var hún að dæma í undankeppni Íslandsmeistaramótsins utandyra 2019 (opinn flokkur) sem er hægt að finna á livestream hérna https://www.youtube.com/channel/UCyslF-n8Fh5zwqDLdBVzgvg

Hún mætti með löggugleraugun og alles á mótið.

Á morgun verður Ásdís að dæma í úrslitum á livestream sem verður hægt að finna hér https://www.youtube.com/channel/UCyslF-n8Fh5zwqDLdBVzgvg

Ásdís Lilja Hafþórsdóttir er að miða hátt í dómgæslu og hefur lýst áhuga á því að sitja heimsálfudómara námskeið í framtíðinni.