Antalya World Cup Outdoor 2017

Þrír keppendur keppa fyrir Íslands hönd á heimsbikarmótinu í Antalya Tyrklandi sem hefst á morgun.

Þau eru Guðmundur Örn Guðjónsson, Astrid Daxböck og Helga Kolbrún Magnúsdóttir.

Astrid og Gummi eru að keppa í báðum bogaflokkum.

Keppendurnir flugu beint frá Smáþjóðaleikunum í San Marínó sem lauk fyrir 3 dögum. Þar átti Ísland frábærann árangur sem verður erfitt að toppa á heimsbikarmótinu núna. Öll 3 sem keppa núna kepptu líka um medalíur á Smáþjóðaleikunum og Helga náði Gulli á leikunum. Samtals vann Ísland 4 medalíur á Smáþjóðaleikunum.

Antalya heimsbikarmótið er í heimsklassa og telst vera annað erfiðasta bogfimimót í heiminum (á eftir heimsmeistaramótinu).

Hægt er að fylgjast með úrslitum og fréttum af mótinu hér.

Úrslit, official myndir og fréttir.

https://worldarchery.org/competition/15915/antalya-2017-hyundai-archery-world-cup-stage-2#/

Úrslitakerfi heimssambandins.

http://ianseo.net/Details.php?toId=2024

Vefsíða official ljósmyndara mótsins.

https://dutchtarget.smugmug.com/WORLD-CUPS-GPS/SEASON-2017/WC2-ANTALYA

Heimslistastaða fyrir mótið er hér fyrir neðan.

Einstaklinga

RECURVEMEN
254 251 SIGURJON SIGURDSSON ISL flag 12.700
297 290 GUDMUNDUR ORN GUDJONSSON ISL flag 10.400
579 0 RAGNAR THOR HAFSTEINSSON ISL flag 2.700
579 556 INGOLFUR RAFN JONSSON ISL flag 2.700
579 556 EINAR HJORLEIFSSON ISL flag 2.700
579 556 OLAFUR GISLASON ISL flag 2.700
657 622 CARLOS GIMENEZ ISL flag 2.000
753 716 CARSTEN TARNOW ISL flag 0.000
RECURVEWOMEN
182 252 ASTRID DAXBOCK ISL flag 16.500
561 539 OLOF GYDA RISTEN SVANSDOTTIR ISL flag 0.000
561 539 SIGRIDUR SIGURDARDOTTIR ISL flag 0.000
COMPOUNDMEN
122 117 GUDJON EINARSSON ISL flag 20.450
198 256 GUDMUNDUR ORN GUDJONSSON ISL flag 12.150
474 454 KRISTMANN EINARSSON ISL flag 3.500
474 454 DANIEL SIGURDSSON ISL flag 3.500
511 495 MACIEJ STEPIEN ISL flag 2.700
511 495 RUNAR THOR GUNNARSSON ISL flag 2.700
COMPOUNDWOMEN
97 98 ASTRID DAXBOCK ISL flag 26.200
157 267 EWA PLOSZAJ ISL flag 13.200
191 183 HELGA KOLBRUN MAGNUSDOTTIR ISL flag 10.300
191 183 MARGRET EINARSDOTTIR ISL flag 10.300
278 267 GABRIELA IRIS FERREIRA ISL flag 4.800

Liðakeppni Mixed team

COMPOUND MIXED TEAM
43 46 ICELAND ISL flag 27.975
RECURVE MIXED TEAM
50 60 ICELAND ISL flag 30.300

Við gerum ráð fyrir því að þau hækki öll ágætlega á heimslista ásamt því að Ísland hækki í mixed team líka 🙂

Spáin er sú að Ísland muni lenda í top 10 í mixed team á mótinu og við gætum mögulega náð 2 einstaklingum í top 20 og einum í top 10. En það ræðst þegar mótið er búið.

Vonum að það gangi sem best og þið hafið gaman að þessu. Og eins og alltaf Áfram Ísland!