Anna María og Izaar Arnar úr Akur tilnefnd í top 10 í vali Íþróttamanns Akureyrar

Anna María Alfreðsdóttir og Izaar Arnar Þorsteinsson bæði í Íþróttafélaginu Akri eru bæði tilnefnd í top 10 í vali íþróttamanns ársins á Akureyri.

Bogfimisamband Íslands veitir árlega viðurkenningar til einstaklinga sem hafa staðið sig best í sinni íþróttagrein, Izaar var berboga maður ársins 2021 og Anna var trissuboga kona ársins 2021.

Vegna sóttvarnarregla og fjöldatakmarkana er ekki komin endanleg mynd á hvernig hátíðin fer fram í ár en áætlað er að hún verði haldin í Hamraborg í Hofi þann 26. janúar nk. kl. 17:30. Þar verður einnig tilkynnt.

Íþróttafólk Akureyrar er svo valið byggt á stigum sem viðkomandi einstaklingur fær. Stigin veita

Stjórn Afrekssjóðs Akureyrar velur 10 einstaklinga af hvoru kyni úr innsendum tilnefningum aðildarfélaga ÍBA. Stjórn og framkvæmdastjóri ÍBA, Frístundaráð, deildarstjóri íþróttadeildar og starfsmaður ÍSÍ á Akureyri, velja svo endanlega íþróttakarl og íþróttakonu ársins úr þeim top 10 lista. Einnig hafa fjölmiðlar sem staðsettir eru á Akureyri og fjalla um íþróttir rétt til þátttöku í valinu.

Valið fer þannig fram að hver aðili hefur 58 stig til umráða fyrir hvort kyn og skal velja 10 einstaklinga í aðskildri kosningu í samræmi við eftirfarandi stigatöflu.

Stigahæsti íþróttakarl og stigahæsta íþróttakona eru krýnd Íþróttamenn ársins á Akureyri.

1. sæti 12 stig
2. sæti 10 stig
3. sæti 8 stig
4. sæti 7 stig
5. sæti 6 stig
6. sæti 5 stig
7. sæti 4 stig
8. sæti 3 stig
9. sæti 2 stig
10. sæti 1 stig

Anna var einnig tilnefnd árið 2020 en þá lenti hún í 8 sæti á stigum.

Þá er bara að krossa fingur og sjá hvernig úrslitin enda 😉