Anna María Alfreðsdóttir úr ÍF Akur keppir um brons á Norðurlandamóti Ungmenna í bogfimi

Anna María Alfreðsdóttir úr Íþróttafélagin Akur á Akureyri keppir um brons í trissuboga U18 á Norðurlandameistarmóti ungmenna í bogfimi í fyrramálið.

Anna María endaði í 6 sæti í undankeppni á mótinu með 504 stig en skor munur á milli stelpnana í 2-6 sæti var aðeins 31 stig og því stelpurnar mjög jafnar.

Gífurlega vont veður var á mótinu mikill vindur og rigning eins og Guð hefði fengið kvef og hnerrað yfir völlinn.

Í fjórðungs úrslitum vann Anna María Danska stelpu Sass Laura Moller sem var í 3 sæti í undankeppni 127-111 og komst því áfam í undanúrslit. Þar keppti Anna á móti Victoria Stabel frá Danmörku sem var í 2 sæti í undankeppni en þar hafði sú Danska betur 116-75.

Anna María keppir því um brons á móti Liv Meck frá Danmörku sem var í 4 sæti í undankeppni. Áætlað er að útslátturinn verði um kl 07:00 að Íslenskum tíma.

Þetta er í fyrsta sinn sem Anna María tekur þátt á Norðurlandameistaramóti í bogfimi.

Hægt er að fylgjast heildarúrslitum hér.

Vonandi verður veðrið betra á morgun