Anna María Alfreðsdóttir bogfimikona ársins 2022

Anna María Alfreðsdóttir úr Íþróttafélaginu Akur á Akureyri var valin Bogfimikona ársins 2022 af Bogfimisambandi Íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem Anna er valin og í fyrsta sinn sem Akureyringur hreppir titilinn.

Anna á æfingu á EM U21 innandyra í Slóveníu

Anna átti mjög árangursríkt ár í sinni keppnisgrein trissuboga kvenna. Anna var ekki langt frá því að vinna til verðlaun á Evrópumeistaramóti á árinu, en hún keppti fimm sinnum til úrslita á Evrópumeistaramótum á árinu. Til viðbótar við það vann Anna til þriggja verðlauna í B/C landsliðsverkefnum. Anna vann þrjá Íslandsmeistaratitla á árinu og sló 18 Íslandsmet. Anna var í 8 sæti á World Series Open heimslista heimssambandsins eftir 2021-2022 innandyra tímabilið. Anna var annar hæsti Norðurlandabúi á heimslista og komst í top 30 á Evrópulista og top 60 á heimslista á árinu.

Anna á æfingu á EM U21 innandyra í febrúar

Anna prófaði íþróttina fyrst árið 2017, en sveigboga keppnisgreinin vakti ekki mikinn áhuga hjá henni þrátt fyrir að hafa unnið sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í U15 flokki með sveigboga 2017. Anna prófaði trissuboga fyrst í febrúar 2019 sem vakti mikla lukku hjá henni og hún byrjaði að stunda bogfimi af alvöru þá í trissuboga kvenna.

Anna fagnar sigri í 8 manna úrslitum á EM inni. Er að hugsa “what er ég komin í topp 4 á EM?!!!”

Ítarlegri samantekt af árangri 2022

Þessi frétt yrði óhemju löng ef ætlunin væri að fjalla um hvern og einn árangur Önnu 2022. Hér er þó stutt samantekt af helsta árangri hennar á árinu, ásamt hlekkum á fréttir tengt margt af þeim árangri.

Anna keppti til úrslita á EM nokkrum sinnum á þessu ári bæði í U21 og Opnum flokki, einstaklinga og liða:

  • EM utandyra 16 liða úrslit – Slegnar út af Hollandi enduðu í 9 sæti
  • EM innandyra U21 4 manna úrslit – Slegin út af Tyrkja endaði í 4 sæti
  • EM innandyra U21 8 liða úrslit – Slegnar út af Ítalíu enduðu í 5 sæti
  • EM utandyra U21 8 liða úrslit – Slegnar út af Ítalíu enduðu í 5 sæti
  • EM utandyra U21 16 liða úrslit – Slegin út af Bretlandi enduðu í 9 sæti

Vert er að geta að Anna var ekki langt frá því að tryggja sér einn af 16 þátttökuréttum á Evrópuleikana 2023. Hún var einum sigri frá því að komast í 16 manna úrslit á EM utandyra. Hún vonast til þess að vinna þátttökurétt á Evrópuleikana á síðara undankeppnismóti leikana í Bretlandi í apríl 2023.

Brons úrslitaleikur á heimslistamóti í maí. Anna er svo langt yfir að hún þarf ekki að skjóta síðustu örinni sigrar 142-130, og tekur fyrstu einstaklings verðlaun Íslands á heimslistamóti fullorðinna.

Helsti árangur ársins í U21 flokki 2022:

Helsti árangur ársins í opnum flokki (fullorðinna) 2022:

Toja Slóvenía, Paola El Salvador og Anna Ísland á verðlaunapalli á heimslistamóti í maí

Staða og árangur Önnu á heims- og Evrópulistum 2022:

Vert er að geta að Anna og trissuboga kvenna landsliðið væru mun hærri á heims- og Evrópulista utandyra ef þátttaka Íslands væri meiri í alþjóðlegum stórmótum utandyra. En þar spilar fjármagn og tími sem er til staðar mikið inn í.

Freyja, Anna og Eowyn með gull verðlaun á Veronicas Cup World Ranking Event. Setti Íslenska trissuboga kvenna liði í 11 sæti í Evrópu og 23 sæti á heimslista

Anna sló 18 Íslandsmet á árinu 2022!!:

Anna á EM í Munich horfir til baka á spotter til að fá upplýsingar um hvar ör lenti

Til viðbótar við þetta allt náði Anna fullkomnu skori í mati á Alþjóðlegu þjálfara námskeiði (WA Coach L1) í bogfimi í ágúst. Námskeiðið var haldið af BFSÍ í samstarfi við heimssambandið World Archery og Olympic Solidarity.

Pabbi Önnu, Alfreð Birgisson, var valin Bogfimimaður ársins af BFSÍ, sem er einnig í fyrsta sinn sem Akureyringur hreppir þann titil og því einnig í fyrsta sinn sem Akureyringar hreppa báða titlana. Mikil innri samkeppni er á milli þeirra feðgina en þau skiptust á að eiga forskotið í hæsta skori ársins á árinu.

Anna og Alfreð fánaberar Íslands á Evrópumeistaramótinu utandyra í Munich Þýskalandi

Val íþróttafólks ársins hjá BFSÍ fer fram á hlutlausann veg með útreikni formúlu sem notuð er til þess að meta árangur íþróttafólks og ákvarða íþróttafólk ársins. BFSÍ veitir einnig verðlaun til þeirra sem stóðu sig best í sinni keppnisgrein, þar sem sú viðurkenning byggir á sömu útreikni formúlu var Anna að sjálfsögðu valinn trissubogakona ársins líka:

  • Marín Aníta Hilmarsdóttir : Sveigbogakona árins 2022
  • Anna María Alfreðsdóttir : Trissubogakona ársins 2022
  • Guðbjörg Reynisdóttir : Berbogakona ársins 2022

https://worldarchery.sport/profile/32070/anna-maria-alfre%C3%B0sd%C3%B3ttir/biography

Anna á heimsbikarmóti í París 2022 – Mynd WA

Anna eru áætluð til keppni á mjög mörgum mótum árið 2023. En þar er helst að nefna:

  • Evrópumeistaramót U21 innandyra í Tyrklandi í febrúar,
  • Heimsmeistaramót utandyra í Þýskalandi í júlí
  • Evrópubikarmót í Brelandi í apríl, sem er einnig síðasta undankeppnismót Evrópuleika 2023.
  • Evrópubikarmót ungmenna í Sviss í júní
  • Evrópubikarmót ungmenna í Slóveníu í maí
  • Norðurlandameistaramót ungmenna í Noregi í júlí
  • Heimsmeistaramót ungmenna í Írlandi í júlí
  • Veronicas Cup WRE í Slóveníu í maí
  • Fleiri mótum ef mögulegt er að koma þeim fyrir í skipulaginu 😉