Albert og Sveinbjörg bæta 50+ heimsmetið aftur á heimsbikarmótinu í París

Á heimsbikarmótinu í París í dag bættu hjónin Albert Ólafsson og Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir heimsmetið og Evrópumetið í undankeppni para 50+.

Metið var áður 1040 stig en þau hjónin áttu metið frá heimsbikarmótinu í Berlín 2019, en þau slóu heimsmetið núna með gífurlegum mun og skoruðu 1237 stig í dag. Ásamt því bættu þau einnig bæði Íslandsmetin í 50+ undankeppni einstaklinga.

Á morgun keppa hjónin í lokakeppni heimsbikarmótsins þar sem þau miða á að bæta heimsmetið í lokakeppni 50+ (útsláttarkeppni).

Þess má geta að við stofnþingi Bogfimisambands Íslands 2019 afhenti framkvæmdastjóri ÍSÍ heimsmetaviðurkenningu frá bogfimi heimssambandinu WorldArchery vegna 2019 heimsmetana til hjónana.

Metið er en formlega óstaðfest af heimssambandinu en heimsmet og Evrópumet sem slegin eru á heimsbikarmótum, Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum eru sjálfkrafa staðfest eftir andmælafrest sem er 24 tímar fyrir slík mót.

Marín Aníta Hilmarsdóttir keppti einnig í dag í lokakeppni sveigboga kvenna á heimsbikarmótinu en þar mætti hún verulega sterkum keppanda, Tatiana Andreoli frá Ítalíu sem vann Evrópuleikana 2019 í Minsk. Marín tapaði 6-0 en Tatiana gaf lítið sem ekkert færi á sér og skoraði 28 stig af 30 í hverri lotu. Erfiður andstæðingur til þess að þurfa að mæta í fyrsta útslætti, Marín var því slegin út og hefur lokið keppni að þessu sinni.

Það var skýjað, kalt og lítill en breytilegur vindur á mótinu sem er mjög frábrugðið fyrri dögum mótsins, en hitabylgja var að ganga yfir París við upphaf heimsbikarmótsins.

Oliver og Marín hafa lokið keppni sinni og koma heim til Íslands á morgun. Gummi dró sig úr keppni vegna langvarandi veikinda og keppti því ekki á heimsbikarmótinu.

Marín kemur heim með mesta árangur sem sveigboga kona hefur náð fyrir Íslands hönd hingað til þar sem hún náði lágmarks viðmiðum fyrir Evrópuleika og Ólympíuleika, ásamt því að bæta Íslandsmetið í opnum flokki einstaklinga og parakeppni með Oliver, og bæta U21 íslandsmet einstaklinga tvisvar og U21 parakeppnis metið tvisvar með Oliver.

Góður vinur Íslendinga Thomas Rufer liðsstjóri og keppandi með Svissneska landsliðinu sagði að tvær konur í þeirra landsliði hafi ákveðið að setjast í helgann stein og hætta að keppa fyrir landslið eftir heimsbikarmótið. Hann kenndi árangri Marínar um þar sem Marín skoraði hærra á sínu fyrsta alþjóðlega móti en allt reynda Svissneska kvenna landsliðið.

Flottur árangur hingað til en Albert og Sveinbjörg klára sína keppni á næstu 2 dögum. Vonum að þau bæti annað heimsmet fyrir Ísland á morgun.