Albert, Anna, Izaar og Guðbjörg Íslandsmeistarar í bogfimi í hávaðaroki. Keppni í berboga og trissuboga lokið, keppt verður í Ólympískum sveigboga sunnudaginn 18 júlí.

Hávaðarok var á Íslandsmeistaramótinu í bogfimi í dag. Enda var gul viðvörun um mest landið í dag, en það stoppar ekki íþróttafólkið. Fyrri degi Íslandsmeistaramótsins er lokið en þar var keppt í trissuboga og berboga flokkum. Á morgun verður keppt í Ólympískum sveigboga.

Eftir undankeppni héldu 8 efstu í trissuboga flokkum áfram og 4 efstu í berboga flokkum í lokakeppni. Gull og brons úrslit var svo sjónvarpað sér.

Íslandsmeistaramótið var haldið að víðistaðatún í Hafnarfirði. Mótið byrjaði rétt fyrir 10 um morguninni og lauk um 9 um kvöldið. Þetta var því langur og kaldur dagur í rokinu sem var á mótinu og margir sem áttu erfitt með að aðlaga sig að aðstæðunum og það hrærði mikið í úrslitum mótsins. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan kom keppendum ekki á óvart að eiga erfitt með að halda sér inn á skotskífuni.

Albert Ólafsson í BF Boganum sigraði í trissuboga karla.

Anna María Alfreðsdóttir í ÍF Akur sigraði í trissuboga kvenna.

Izaar Arnar Þorsteinsson í ÍF Akur sigraði í berboga karla.

Guðbjörg Reynisdóttir í BF Hróa Hetti varði titilinn sinn utandyra. En hún hefur unnið innandyra og utandyra titillin 3 ár í röð.

Albert, Anna og Izaar eru að taka sinn fyrsta utandyra titil en Guðbjörg tók sinn 3 utandyra titil. Því má segja að vindurinn hafi haft töluvert að segja í mörgum úrslitunum. Sumir eru betri í að skjóta í erfiðum aðstæðum og vindi aðrir ekki. En aðstæðurnar eru eins fyrir alla keppendur, það er sami, vindurinn, rigningin, slyddan eða blíðan sem fólk þarf að upplifa.

Spáin fyrir mótið stemmdi að miklu leiti.

Íslandsmeistaramót 2020 17-19 Júlí

Við skrifum svo ítarlegri greinar eftir sveigboga keppnina á morgun hvern sigurvegara fyrir sig og ferlið.

Hægt er að sjá úrslita keppnina í trissuboga og berboga í dag hér fyrir neðan.

Keppt verður í sveigbogaflokkum á morgun og það verður hægt að fylgjast með því live á archery tv iceland rásinni á Youtube. https://www.youtube.com/channel/UCyslF-n8Fh5zwqDLdBVzgvg

Úrslit er hægt að finna og fylgjast með á ianseo.net og https://www.ianseo.net/Details.php?toId=7132